Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 4
292
Islenzk þjóðlög.
Skíruir.
D e s c r i p t i o Cambri a e. Þar minnist irami á söng
landsmanna og segir, að i Wales sé sungið margraddað
en á Norðymbralandi sé þessu öðru vísi varið; þar sé
sungið tvíraddað, neðri röddin sé rauluð með, en efri
röddin sé sungin mjúkt og fallega. Þessi tegund söngs
liafi haldist þar lengi við í landi og sé orðin þjóðinni eins
eiginleg eins og hún væri þar upp runnin í landinu; hún
liafi fest þar svo djúpar rætur, að aldrei heyrist þar öðru
vísi sungið en tvíraddað. Þar eð nú þess konar tegund
söngs sé ekki Englendingum frá upphafi eiginleg eða upp
runnin þar í landinu, og hvergi sé sungið þannig nema á
Norðymbralandi, segist Giraldus álíta, að þessi söngur hafi
fluzt inn í þetta hérað með dönskum og norskum víking-
um, sem oft leggi þangað leiðir sínar og hafi haft það
hérað um langan tíma á valdi sínu; þessir norrænu vík-
ingar hafi baft mjög mikil áhrif á málið þar norður frá
og þá að sjálfsögðu einnig á sönginn. (Descriptio Cam-
briae lib. I. cap. XIII).
Þetta segir maður, sem lifir þar í landinu á 12. öld
og án efa hefir heyrt þennan söng sjálfur; liann segir
að liann sé innfluttur með norrænum víkingum;
og þegar þetta er skrifað, á 12. öld, er söngurinn fyrir
1 ö n g u fluttur inn í landið, þar sem hann er þá orðinn
þjóðinni eins eiginlegur eins og hann væri upp runninn i
landinu Þetta virðist ótvíðræðlega benda á það, að tvi-
raddaður söngur hafi verið orðinn almennur á Norðurlönd-
um löngu fyr en á 12. öld, en á þeim tíma gat ekki verið
að tala urn annan tvíraddaðan söng en kvintsönginn.
Það er mín sannfæring, að kvintsöngurinn sé upp-
runninn á Norðurlöndum og að hann hafi verið orðinn
þar almennur á landnámsöld vorri, að víkingarnir hafi
tlutt þennan söng með sér hvert sem þeir fóru og að land-
námsmenn vorir hafi flutt hann með sér hingað til íslands,
að þessi söngur hafi nokkuru þar eftir dáið út og liorfið á
Norðurlöndum eins og víðast annarstaðar, en lifað góðu
lífi á Islandi öld eftir öld alt fram á þennan dag. Það
er mín sannfæring, að alveg eins standi á með kvintsöng-