Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 25
Skírnir.
Ferðaþættir frá Bretlanai.
31S
og kirkjuna. í kirkju þessari og víðar í Vatnalandi er
árlega haldin »sefburðarhátíð«. Fyrrum báru menn sef á
kirkjugólfin til þess að þeim yrði eigi kalt á fótum, en
nú hafa þeir ábreiður á steingólfunum, svo sefsins þarf
ekki, en þeir minnast samt hins forna tíma. A þessunr
liátíðisdegi bera börnin í skrúðgöngu blómfestar í kirkjurn-
ar og prýða þær, þá er haldin stutt guðsþjónustugjörð og
fagur sálmur sunginn, sem ortur er til þess tækifæris.
Englendingar sýna fornum siðum meiri lotningu og rækt-
arsemi en vér og het'ja með því þjóðlífið^álhærra stig í
smáu sem stóru. Hjá Bretum er jafnan samfara fast-
heldni við það sem fornt er og gott og framfarahugur í
því sem skynsamlegt er og framkvæmanlegt, þess vegna
hafa þeir í siðmenningu og félagslífi komist lengra en
allar aðrar þjóðir. I Grasmere eru einu sinni á ári, l
ágústmánuði, haldnir glímufundir með mörgum öðrum
leikjum; menn reyna þá meðal annars kapphlaup úr daln-
um upp á Sölva-hæð, sem er 1300 feta há, 1100 fetum
hærri en dalurinn.
Frá Grasmere fórum við upp skarð, sem deilir vötn-
um milli þess vatns og Thirlemere og er það vatn miklu
stærra og liggur hærra. Skarðið er 783 fet á hæð og á
sjálfu varpinu er dys mikil, hrúga af samanköstuðu
grjóti, alveg eins og dys á Islandi, sem víða er á f'jall-
vegum. Um dysina er þjóðsaga sögð. Dunmail fornkon-
ungur á Kumbralandi hitti þar álfamey og hét henni eig-
inorði, en nokkru seinna braut hann trygð við hana og
lagði ást á aðra konu; af því reiddust skyldmenni álfft-
mærinnar og fyrir tilstilli þeirrn féll konungur á þessum
stað í orustu við Saxa og var heygöur þar. A vetiar-
nóttum í kafaldsmuggu sjá vegfarendur stundum vofu kon-
ungs og heldur hún fornum hætti og eltir álfamey, sem
hverfur í kafaldið hvei f sinn er konungur ætiar að giipa
hana.
Thirlemere liggur 533 fet yflr sævarfleti í fjalla-
dal, sem er alveg íslenzkur að útliti; þar eru beggja
megin stórskorin og há fjöll, klettótt og skriðurunnin, nieú