Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 33
Skírnir.
Ferðaþættir frá Bretlandi.
321
sagt í hvert skot í bænum, slorið úldnar þar og hjálpar
iil að útbreiða næma sjúkdóma«.
Um lok 18. aldar tók bærinn aftur framförum og er
nú orðinn hreinlegur og heilnæmur. Háskólann er lítill,
þar eru jafnaðarlega að eins 3—400 stúdentar, en þar
eru líka lægri skólar, sem mikil aðsókn er að. Vestur-
bærinn er nýr með stórum og fallegum húsum, mörgum
hótellum og skrautlegum búðum, en eystri hluti bæjarins
•e,r fornfálegt fiskimannaþorp með einkennilegum og hrör-
legum húsum með stigum og pallgöngum utan á veggjun-
um. Þar er höfn og er hún þurr um fjöru, svo skipin
liggja á leirunum. A takmörkum nýja og gamla bæjar-
ins eru stórar og merkilegar rústir af fornum skrautbygg-
ingum, klaustur, dómkirkja og kastali, og taka rústirnar
yfir mikið svæði; standa énn víða háir veggir, port og
turnar.
Yfir St. Andrews er hinn sami alvarlegi blær eins og
yfir öðrum skozkutn bæjum og stingur bæjarlífið (einkum
á sunnudögum) mjög í stúf við borgarlífið í Kaupmanna-
höfn, því þar sýnist líf alþýðu á yfirborði varla annað en
eintómt hí og hopp og meginþorri blaðanna gerir skop og
hlátur að öllu sem alvarlegt er. Auglýsingar á götu-
hornum í St. Andrews eru nærri allar um guðsþjónustu
og kirkjuleg málefni, en i Höfn um leikhús, trúða, dans
og aðrar glaðværðir. Lyndiseinkunn Skota og Dana er
líka svo ólík sem mest má verða. Sunnudaginn sem við
-vorum í St. Andrews var engin umferð að heita mátti á
götunum, í Höfn er hún aldrei meiri en á sunnudögum;
sálmasöngur heyrðist víða í húsum og allar kirkjur voru
troðfullar. Nærri sjó er minnisvarði yfir píslarvotta þá
sem brenndir voru; þangað söfnuðust um kvöldið mörg
hundruð manna og sungu sálma af mikilli andagift og
var auðheyrt og auðséð að hugúr fylgdi máli. Meðan eg
dvaldi í St. Andrews skoðaði eg jarðmyndanir þar í nánd.
Þar eru háir bakkar með ströndu fram, hefir sjórinn brotið
þar framan af hinum hallandi sandsteinslögum og er mjög
21