Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 24
312
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Skírnir.
staðanöfnum*). Margt í siðum manna, tungu og æfintýr-
um kvað enn benda á norrænan uppruna, þegar norskir
víkingar höfðu staðnæmst í þessum löndum og stofnað þar
ríki. Mr. W. G. C o 11 i n g w o o d, enskur rithöfundur-
og listamaður, sem mörgum íslendingum er að g'óðu kunn-
ur, hefir ritað margt ágætt um víkinga-tímann i Vatna-
landi.
Frá Ambleside ókum við á vagni með ýmsu öðru
fólki dagleið norður til Keswiek. Liggja þar samanhang-
andi dalir og skörð þvers norður yfir fjöllin og eru á
þeirri leið allstór vötn í dældunum og mjög fagurt land
og fjallasýn. Ferðamannavagnar þeir, sem hér ganga um
allar aðalleiðir, eru mjög svipaðir þeim, sem notaðir eru
til fólksflutninga i hálöndum Skotlands. Ferðafólkið situr
á hekkjum ofan á vögnunum og er þaðan hin bezta út-
sjón, en innan í er farangur; vagnar þessir eru stór bákn
og er beitt fyrir þá fjórum stórum og sterkum liestum,
sem vagnstjórinn stýrir með ólarlangri svipu; vagnarnir
eru fljótir í ferðum og þeytast yfir hæðir og dældir, enda
eru vegirnir góðir. Heitt var mjög um daginn, en þægi-
leg kæla var á vagninum er hann rann áfram. Við fór-
um fyrst fram hjá Rydal-vatni til Grasmere, það
er allstórt vatn 208 fet yfir sjó og 180 fet á dýpt, það
liggur í grösugri dalkvos og er skógivaxin eyja i vatninu.
Hér bjó Wordsworth alllengi og er grafinn þar; hver
blettur kringum Grasmere er frægur í kvæðum hans. Þar
stöldruðum vér dálítið við til þess að skoða gröf skáldsins
*) Eg tel hér til gamnns nokkur algeng staðanöfn nálægt þeirri
leið, sem við fórum gegn um Vatnaland: Swarth Fell (Svartafell), Wans-
fell (Vatnsfell), Greennp (Græninúpur), White Side (Hvítasíða), Blea
Tarn (Blátjörn), Mosedale (Mosdalur), Sour Milk gyll (Súrmjólkurgil),.
Sticle Tarn (Stiklatjörn), Kirk Fell (Kirkjufell). Mikledore (Mildudyr)
gljúfur, Lingmell (Lyngmelur), Eskdale Fell (Eskdalafell), lllgyll (Illa-
gil), Wasdale Hoil (Vatnsdalahóll). Rosthweite (Hrossþveiti), Latrigg
(Lathryggur), Great Gahle (Stóru Gaflar), Threlkeld (Þrælakelda), Thorpen
how (Þorfinns haugur), Claife (Kleif), Biawith (Bláviður), Greenodd
(Grænoddi) o. s. frv. Ef vel væri athugað mundi finnast, að þvi nær
hvert nafn hefir norrænan uppruna.