Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 39
Skírnir.
Húlar í Hjaltadal og Hólabiskupsdæmi.
327
Eitthvað sýnist manni bog'ið við þetta, svona fljótt á litið,
•en við nákvæmari íhugun má sjá, að þetta er eðlileg
rás viðburðanna.
Enn þá voru þó Hólar höfuðstaðurinn, höfuðbólið á
á Norðurlandi. Biskupssetur átti það eftir að vera í nær
því hálfa þriðju öld enn. Margur góður og göfugur mað-
ur sat þar á biskupsstóli, allan þann tíma, en vegsemd
biskupsdæmisins var ekki nema svipur hjá sjón við það
sem áður var. Hið merkilegasta við Hóla í lútherskum
sið er skólinn og prentsmiðjan.
Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið, að stofna
skyldi tvo latínuskóla hér á landi, sinn á hvorum biskups-
stólnum. A Hólaskóla skyldu vera 24 nemendur. Kostn-
aður við skólahaldið var lagður á stólseignirnar. Aðal-
umsjónin og daglegt eftirlit með skólanum og skólahald-
inu var í höndum biskupsins. Alt það fé sem lagt var
til skólans var undir umsjón hans, og í framkvæmdinni
var það þannig að hann kostaði skólann, en voru í not-
um þess lagðar kongstíundir af tveim sýslum, Skaga-
fjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Við skólann voru tveir
kennarar, skólameistari og heyrari eða rektor og kon-
rektor. Biskupinn átti að greiða skólameistara í laun 60
ríkisdali árlega, í smjöri, vaðmáli, fiski og peningum, og
í fæðispeninga: 1 naut, 4 fullorðna sauði, 6 tunnur malts,
1 tunnu af smjöri, 1 tunnu af salti, 3 tunnur mjöls, 260
fiska og þar að auki mjólk og skvr eftir þörfum. Laun
heyrarans (konrektorsins) voru 20 ríkisdalir og sóma-
samlegt fæði. — Piltunum var skift í tvo flokka eftir
stærð, með tilliti til fæðiskostJiaðar. Hver af stærri pilt-
unum átti að fá fjórða part af málfiski, hálfan meðalfisk
og smjör til viðbitis. Hinum minni var ætlað l/4 af væn-
um fiski, sem þó ekki væri málfiskur, eða hálfur þyrskl-
ingur, smjör til viðbitis. Þar að auki mjólk og skyr,
Væri ekki nægur fiskur til, áttu þeir að fá kökur eða
annað í þess stað. Kjöt áttu lærisveinarnir stundum að
fá, en ekki er mælt fyrir, hve mikið það skyldi vera.
Auk þess leggur reglugjörðin til, að lagt sé á borðið líka