Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 23

Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 23
:Skírnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 311 en þar var þó fjölment af ferðafólki, sem var að skemta sér á vatninu, róa fram og aftur á smábátum með söng og annari glaðværð. Húsin í Lake Side eru flest bygð úr hellusteini án kalks og sements, en bindingur á hornum af höggnu grjóti. Mánudagsmorguninn 25. júní fórum við frá Lake Side upp vatnið. Grufuskip löng og mjó ganga eftir Windermere; á þilfarinu eru bekkir fyrir ferðamenn og rúma skipin eftir stærð 100—300 farþega. Meðan skipið rennur upp eftir vatninu gefur á að líta skógivaxna hálsa, fell og dalslakka á bæði borð, og einstök hús og smábæir í lautunum, en á vatninu er fjöldi skemtibáta, róandi og siglandi. Windermere liggur 150 fet yfir sævar- máli, en er 219 fet á dýpt; vatnið er 21/2 hnattmíla (10 enskar mílur) á lengd I neðstu hlíðunum eru laufskógar með graslendisrjóðrum innan um, ofar lágur barrskógur, en á efstu hryggjum lyng og móar. Sunnan til sést óviða í kletta, en er norða-r dregur hækka fjöllin og sér þar upp í marga djúpa dalabotna, fellin verða smátt og smátt brattari og gljúfrin hrikalegri. Við norðurendann á Windermere lendir skipið í bæ, sem heitir Ambleside, það er lítill en snotur bær með 2500 íbúum; bærinn er þó mjög gamall og þar hafa fund- ist undirstöður og gólftöflur úr rómverskum húsum. Það er einkennilegt og skemtilegt í þessum héruðum að verða þess var, að staðanöfnin flest eru ramrníslenzk, þau hafa haldist framan úr fornöld síðan Noregsmenn höfðu unnið þessi lönd og bjuggu þar. Ambleside liggur í dalmynni þar sem árnar Rothay (Rauðá) og Brathay (Brattá) koma saman, en gegn um bæinn rennur Stock-gyll (Stokkgil), hefir það upptök sín undan Rauðuskriðum (Red screes) og rennur i gljúfri. Austan við bæinn heitir Vatnsfell (Vans- fell) 1597 fet á hæð, en Lágihryggur (Loug hrigg) er vestan (1100 f.). Svona eru öll nöfnin norræn hvar sem litið er, fossar eru alt af í Vatnalandi kallaðir »force«, tjarnir »tarn«, skriður »screes«, skörð »scar«, gil »gyll«, fjöllin »fell« o. s. frv. Orðið þveiti (thwaite), sem nú er farið .að verða óalgengt á íslandi, kemur hér fyrir í mörgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.