Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 87
Skirnir.
Ritdórnar.
375
ARNE GARBORG: Huliðsheimar. Þýtt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi.
Rvik 1906.
Það hefir verið ritað avo mikið um þessa þ/ðingu, og
hún hefir verið lofuð svo mjög, að þeir, sem nú fara að skrifa um
hana, geta litlu bœtt við. Enda lítið rúm til þess hér.
Að eins nokkur orð.
Huliðsheimar eru stuðluð saga ungrar sveitastúlku í Noregi.
Stúlkan heitir Áslaug og er síðar kölluð Hólafífl. Hún er hjá
móður sinni, fátækri ekkju, sem hefir átt litlu barnaláni að fagna.
Sonur hennar, sem var »hneigður til klækja«, er farinn úr landi;
elzta dóttir hennar er skækja og önnur er dáin; nú á hún Áslaugu
•eina eftir. Áslaug gengur nú að öllum búsverkum, en í frístundum
sínum segir hún krökkum af næstu bæjum »æfintýr um tröl) og
d/r« og ber upp fyrir þau gátur. Tíminn líður. Áslaugu dreym-
ir sitt af hverju, systur sína látna, og álfur þykir henni koma til
sín og kveða við sig Ijúflingslag.
En eitt kvöld kemur hún inn til móður sinnar og segist hafa
séð svip móðurbróður síns. Þá verður hjátrúin, sem áður var, að
vissu og nú veit hún að hún er skygn.
Stúlkau er rammskygti og sér nú alla »huliðsheima«. Al-
staðar eru álfar tröll og forynjur, hvert sem hún lítur, og hverjum
manni sér hútt eitthvað fylgja. Hún vill leysa sig undan þessum
dgnasjónum, fer í kirkjugarð og nær í skinið mannsbein til varnar
sér. En óðar kemur drauguriun og heimtar aftur kjúku sína. Hún
leggur á stað að skila henni, verður hamstola af hræðslu í kirkju-
garðittum, hleypur heim og legst dauðveik. Svo kemur loks prest-
urinn og særir illþ/ðið frá henni. Nú batnar benni og með vorinu
fer hún í vist hjá bónda í sveitinni. Hún á að sitja yfir búsmala
bóndaus. Sonur bónda kemur oft til hennar og fella þau ástarhug
hvort til annars. En svo svíkur hann hana og kvongast ríkustu
stúlkuuni í sveitinni. Áslaug harmar þetta mjög og það bætir
lítt um þótt álfar og huldukonur verði til að hugga hana, því að
nú fara reimleikarnir að ásækja hana á n/, Hún fer heim til
móður sinnar og liggur þar rúmföst lengi næsta vetrar. Með vor-
inu kemst hún á fætur aftur og sér þá brúðkaup bóndasonar álengd-
ar. IIúu smalar og sækja forynjur ogálfar etin að henni, en hún stenzt
•óll boð huldufólksins um að verða álfadrottning og drekka óminnis-
•drykk svo að harmarnir gleymist henni. Hún svarar: »Ef viljið þið
tæma minu harma hyl, | — jeg hanu ekki læt fyrir neitt, sem
er til«. — Eu næstu uótt kemur systir heuuar dána til hennar í