Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 36
324
Islenzk höfuðból.
Skírnir.
eins og annarstaðar í vestrómversku kirkjunni, að þetta
breyttist. Menningarlindir kirkjunnar, sem höfðu frjóvað
svo vel þjóðlífsakurinn, tæmdust. Katólsku kirkjuhöfð-
ingjanir voru ekki framar leiðtogar á þjóðmenningar-
brautinni. Takmörkin, sem kirkjan hafði sett sér, voru
orðin of þröng, framsóknin og menningin gat ekki þrifist
í skauti kirkjunnar. Kirkjan misti sjónar á hugsjón
sinni, hún drógst niður í hringiðu lagaleysisins og ójafn-
aðarins, sem einkennir miðaldirnar, hún hætti að beita
áhrifum sínum til þess að vernda litilmagnann, hún hætti
að vera ljósið, sem lýsti í myrkrinu. Biskuparnir hugðu
mest á að raka saman fé handa stólunum, og er Rögn-
valdur biskup Olafsson á Hólum einkum al-kunnur að því
og illan orðstír hefir Gottskálk biskup Nikulásson getið
sér fyrir fjárdrátt, en ekki finst mér Jón biskup Arason
vægari í þeim sökum. Má t. d. minna á Teitsmálin í því
tilliti. En hitt er ekki rétt álitið, að nokkuð væri sér-
staklega íslenzkt við þetta ástand. Það þarf naumast að
leita að rökunum fyrir þessu ólagi í því, að flestir biskup-
arnir hér á landi, einkum á Hólum á 14. og 15. öld, voru
útlendir; það eru almennar innri sögulegar orsakir til
þessa, þótt ytri ástæður hafi ef til vill verið að nokkru
leyti samverkandi: Alstaðar var pottur brotinn.
»En svo lengi má brýna deigt járn að bíti um síðir«,
og þeir komu tímarnir, að veraldlegu höfðingjunum þótti
ofsi biskupanna ekki þolandi, en þá kom hjálpin til að
losast undan áþjáninni. Hún kom úr suðri með vorinu.
Ungir menn efnilegir tömdu sér á þeim tímum að leita
sér mentunar suður á Þýzkalandi og þar komust þeir í
kynni við lærdóm Lúthers, og fluttu með sér áhrifin af
honum hingað til Islands. Þannig barst hingað siða-
bótin. En hið versta var, að íslendingar fengu ekki í
kyrþey og á friðsamlegan hátt að tileinka sér siðabótina.
Areiðanlega féll hún hér að mörgu leyti i góðan akur hjá
ýmsum upplýstari mönnum íslenzkum, lairðum og leikum.
En svo skyldi ekki verða. Siðabótamenn tóku höndum
saman við útlent kúgunarvald. Inn skyldi henni þröngv-