Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 38
326
Islenzk höfuðlx'il.
Skírnir.
var alveg horfið, eða ekki orðið nema svipur hjá því sem
áður var.
Það var dapurt á Hólum á þessum árum; hér var
alt mest eftir sig. Hin dýrðlega katólska messugjörð
horfin, hátíðasöngurinn lagður niður, krossmörkin og
helgimyndirnar voru flestar teknar burt, sumar brotnar
og brendar, ölturin tekin burt. Reykelsisilminn lagði
ekki á móti manni, er gengið var inn í kirkjuna, ljósin,
sem loguðu á vaxkertum svo tugum skifti, voru orðin
afarfá. Sloppklæddu mennirnir á staðnum voru svo
að segja horfnir. Enginn mundi slíku hafa trúað svo
sem fyrir 40 árum, er Gottskálk biskup var í blóma sín-
um, og engum var vært að sitja eða standa í öllu Hóla
biskupsdæmi öðru vísi en honum likaði, og naut þó hylli
flestra undirmanna sinna, lærðra sem leikra.
Að visu hóf Guðbrandur biskup biskupsdóminn á
Hólum til vegs og virðingar aftur, eftir því setn unt var
með þeim skilyrðum er þá voru fyrir hendi. Iiófst þá
aftur gamla sagan: deilur biskups og höfðingja. En
biskupinnístyðst eigi við sitt eigið álit og vald, hann
kallar á útlenda valdið sér til hjálpar. Hvergi má betur
sjá, hve hugsunarhátturinn er orðinn breyttur, en þegar
þeir eru bornir saman Jón biskup Arason og Guðbrandur
biskup. Jón biskup berst gegn útlenda valdinu, sbr. við
vísuna: »Vondslega hefir oss veröldin blekt« o. s. frv.
Honum liggur lífið á að halda uppi heiðri kirkju sinnar,
valdi hennar og áliti og valdi alþingis gegn ofsóknum
erlends kúgunarvalds. Og i þeirri baráttu styðst hann
við sitt eigið álit og vald. Guðbrandur biskup beitir líka
öllum sínum miklu hæfileikum til þess að halda uppi
áliti kirkjunnar og bæta hag hennar, og þjóna hennar,
prestastéttarinnar, en hann verður að kannast við, að
vald og álit biskupsdómsins er að þrotum komið. Þess
vegna snýr hann öllum sinum bænum til konungs; hann
kastar sér algerlega í náðarfaðm konungsins, hann leitar
að skjóli handa mæddri Hólakirkju, handa fallandi biskups-
dómi, einmitt hjá þeim, sem rændu kirkjuna og rupluðu.