Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 32
320
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Skimir.
frá St. Monans til Largo fórum við með járnbrautinni
norður til St. Andrews, því þar í nánd eru svipaðar eld-
fjallamenjar.
St. Andrews er eldgamall háskólabær, frægur í
sögu Skota, enda eru þar margar merkilegar fornmenjar.
Bærin er ekki stór, íbúatala um 10 þúsundir, en þangað
leita margir á sumrum til baðvista; hér er einn hinn
mesti sjóbaðstaður á Skotlandi, enda fjörur óþrjótandi
norður með ströndu, eins langt og augað eygir og er þar
á sumrum sífeldur sægur baðgesta. Hér er aðalheimkynni
Jmattleika þeirra, sem kallaðir eru »golf« og Skotar
leggja mikla stund á. Tvisvar á ári (í maí og október)
•eru stórir hnattleikafundir í St. Andrews og kemur þang-
að múgur og margmenni. Uppruni bæjarins er hulinn
dimmu miðalda. A seinni hluta 6. aldar hafa menn sög-
nr af múnklífi, sem þar var, en ýtnsar fornmenjar sýna
að þar hefir verið þorp löngu áður í heiðni. I kaþólskri
tíð óx bærinn mjög og varð höfuðbær klerkdómsins á
Skotlandi: háskóli var þar settur á stofn 1411 og er hann
hinn elzti háskóli þar í landi. Þar hefir jafnan verið
klerkavald tnikið, trúarbragðadeilur og trúarofstæki; um
siðaskiftin voru siðbótamenn brendir þar á báli hver eftir
annan og var þá mjög róstusamt í bænum. Siðbótin
ruddi sér samt til rúms og John Knox, hinn nafn-
frægi harðneskjukarl, fékk því til leiðar komið með for-
tölum sínum og prédikunum að bæjarlýður rændi kirkjur
•og klaustur og braut og inölvaði alt sem hönd á festi.
Það kölluðu menn að hreinsa kirkjurnar. Eftir siðbótina
fór bænuin mjög aftur og við sjálft lá 1697 að háskólinn
væri fluttur þaðan til Perth; þó varð ekki af því. í
.ástæðunum fyrir flutnings-uppástungunni er komist svo að
•orði um bæinn: »St. Andrews er nú ekki nema lítið
þorp og eru íbúarnir flestir bændur; göturnar eru allar
fullar af mykjuhaugum, sem eru ákaflega fúlir og við-
bjóðslegir og eitra loftið, sérstaklega um vertíðina (í sep-
lember), því þá er síldar-slori kastað í þá eða réttara