Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 50
338
Þrjár spurningar.
Skírnir.
sem vandlegast gaum að rás viðburðanna, þá gæti hann,
einn síns liðs, alls eigi skorið alt af rétt úr því, hvað
gjöra skyldi í hvert skiftið, heldur þyrfti hann þar að
njóta ráðs viturra manna og eftir þekkingu þeirra ætti
að fara þegar afráðið væri, hvað gjöra skyldi í hvert
sinn. Og enn sögðu aðrir, að stundum stæði svo á að
enginn tími væri til að leita ráða hjá ráðgjöfunum, held-
ur yrði samstundis úr að skera, hvort réttur tími væri til
framkvæmda eða ekki. Raunar yrði það ekki vitað með
vissu, nema þegar hægt væri að sjá fyrir, hvað verða
mundi. En það gætu töframenn einir. Þess vegna yrði
að spyrja töframenn um það, hve nær hin rétta stund
væri til hverrar framkvæmdar.
Jafn ósamróma voru svörin við annari spurningunni.
Sumir sögðu að ráðgjafarnir og aðrir stjórnarmenn væru
konunginum að mestu liði; aðrir sögðu að prestarnir væru
það; enn töldu aðrir læknana nauðsynlegasta og enn aðrir
kváðu allra mest gagn að hermönnunum.
Þriðju spurningunni, hvaða málefni væri mest um
vert allra, svöruðu sumir svo, að visindin væru heimsins
mesta velferðarmál; aðrir sögðu að hernaðarlistin væri
það; og enn aðrir töldu guðsdýrkunina aðalatriðið.
Öll voru svörin ósamhljóða; konungur tók því ekkert
mark á neinu þeirra og gaf engum launin. Hann vildi
fá betri svör og réði því af að spyrja gamlan einbúa,
sem hafði mikið orð á sér fyrir vizku sína.
Einbúinn bjó úti í skógi; þaðan fór hann aldrei og
veitti að eins óbrotnum almúgamönnum viðtöku. Kon-
ungurinn fór því í fátækleg klæði; og er hann nálgaðist
einbúakofann, sté hann af baki, skildi fylgdarmenn sína
eftir og gekk einn á fund öldungsins. Þegar konungurinn
kom, var einbúinn að stinga upp reitina í garðinum við
kofann sinn. Hann tók kveðju konungs, en hélt áfram
verki sinu. Hann var hrumur og magur og dró andann
þungt í hvert sinn er hann stakk rekunni í moldina og
tók upp hnaus.