Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 81
Skirnir.
Ritdómar.
369
CÍGJAN Kvæði eftir Guðm. Guðmundsson. Reykjavik. Prentsm. Gutenberg
1906. 112 bis.
»Guðm. Guðmundsson er skáld og annað ekki«, sagði einhver
um hann. »Hann er skáld frá hvirfli til ilja«, sagði annar. Það
tninnir á það sem kerlingin sagði nm næturgalann. Hún ætlaði að
hafa hann til matar og plokkaði hann, en þótti lítill matur í hon-
um. »Hann er ekki atinað en röddin«, sagði hún. Menn hlæja að
kerlingunni af því þeir finna að það er skammsynt að vega söng-
fuglinn á matarvog. Rödd næturgalans er jafn »fögur, hugljúf og
hrein« fyrir því hvort matur er í honum eða ekki. En kvæði
G. G. eru liðin frá brjósti hans eins létt og söngurinn frá brjósti
næturgalans, vakin af líðandi stund. Satt er það, að »oft eru
kvæðaefnin ryr og ekki ástundum parið« en formsnildin er nteð
afburðum og mörg kvæði hans eru sannur ttnaður fyrir eyrað, þarf
ekki annað en minna á »Strengleika« hans, og þetta n/ja safn á
mörg dænii þess. Fyrsta kvæðið: »Yorgyðjan kemur« er ein af
perlum íslenzkrar braglistar. Og fallega gn'pur hann í göntlu
strengina, sem Sigurður Breiðfjörð og Þorsteinn Erlingssott bezt
hafa kunnað að stilla:
Yfir grund er orpið snjó,
álftir á suudi kvaka,
meðan blunda bljúg í ró
biómin undir klaka.
Eða kvæðið »Norðan frá hafi«. Þar er þetta:
Lögðu á flótta frá oss ótti og kvíði;
feldi hljótt á hárin mín
heilög nóttin tárin sítt.
I þessu nyja safni eru um 60 kvæði, 4 þeirra þ/ðingar. Þar
eru meðal annars þungbúin og römm kvæði: »Morðinginn«, »Flosi
og Hildigunnur«, »Bismarck«; þar eru »Gamli Mangi«, »Atli
gamli«, »Guðbjörg í Dal«; þar eru /ms góð tækifæriskvæði og
erfiljóð og margar ljúfar minningar; þar eru smellnar ástarglett.ur
t. d. »Alfveig« og »Perpetuum mobile«.
Pappírintt í bókinni er kvæðunum ósamboðinn.
G. F.
24