Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 62

Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 62
350 N'okkur orð um bókmentir vorar. Skírnir. sé að vera sagnaskáld og ljóðskáld. Hvernig er t. d. allur fjöldinn af kvæðum vorum til orðinn? Þannig, að kvæð- in hafa verið ort við tækifæri eða á tómstundum, um andvökunætur eða þegar einhver hentug skilyrði fengust til þess. Megnið af þeim eru smákvæði og tiltölulega skamma stund hefir þurft til að yrkja hvert þeirra. Hafa því ljóðskáld vor ávalt getað sint gagnólíkum aðalstörf- um, sem verið hafa atvinna þeirra, þótt þeir hafi ort margt og mikið á tómstundum og undir hentugum hugblæ. En sá, sem skrifar sögur, verður að hafa meir óskiftan tíma og má síður truflast af öðrum ólíkum störfum. Þetta liggur í augum uppi. Það er svo afarmikið andlegt starf og áreynsla fyrir slíkan mann að jafnaði að geyma efni langrar sögu í huga sér, spinna alla einstaka þræði henn- ar og flétta þá saman í rétta samræmisheild, að hann v e r ð u r á meðan að lifa óskiftur í því og áhyggjulítill gagnvart öðru. Annarlegt starf h 1 ý t u r ávalt að slíta fyrir honum þráðinn, fela í gleymsku margt af þeim hug- myndum, sem hann ber i hjarta og eyða þeim hugblæ, sem óslitin umhugsun sögunnar elur hjá lionum. Það eru fáir svo miklir andlegir fjörmenn og fjölhæfingar, að þeir geti stundað margt svo að segja í einu. Nefnum t. d. Einar Hjörleifsson. Hann hefir orðið að þræla alla sína æfi i hvíldarlausu blaðamenskustriti, og hvernig er svo hægt að búast við því, að hann hafi ástæður eða andlegt fjör og frjálsræði til þess að rita sögur, enda er hann nálega hættur því, að því er séð verður. Það er þó óneit- anlega maður, sem þegið hefir mikla frumgáfu til þess að skrifa sögur, maður, sem hefir svo næmt innsýni i sálar- líf manna, að oss er sjálfsagt óbætanlegt tjón að því, að lífið og atvikin hafa dæmt hann til að hætta; og hann er líka eflaust sá maður, sem hefir haft andlega þ ö r f s j á 1 f u r til að rita um þess háttar efni. Og hvílík þraut og kvalræði og ógæfa, þegar barátta lífsins þröngvar mönnum, sem hafa þessa andlegu þörf, til þess að afneita henni og yfirgefa hana!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.