Skírnir - 01.12.1906, Qupperneq 62
350
N'okkur orð um bókmentir vorar.
Skírnir.
sé að vera sagnaskáld og ljóðskáld. Hvernig er t. d. allur
fjöldinn af kvæðum vorum til orðinn? Þannig, að kvæð-
in hafa verið ort við tækifæri eða á tómstundum, um
andvökunætur eða þegar einhver hentug skilyrði fengust
til þess. Megnið af þeim eru smákvæði og tiltölulega
skamma stund hefir þurft til að yrkja hvert þeirra. Hafa
því ljóðskáld vor ávalt getað sint gagnólíkum aðalstörf-
um, sem verið hafa atvinna þeirra, þótt þeir hafi ort
margt og mikið á tómstundum og undir hentugum hugblæ.
En sá, sem skrifar sögur, verður að hafa meir óskiftan
tíma og má síður truflast af öðrum ólíkum störfum. Þetta
liggur í augum uppi. Það er svo afarmikið andlegt starf
og áreynsla fyrir slíkan mann að jafnaði að geyma efni
langrar sögu í huga sér, spinna alla einstaka þræði henn-
ar og flétta þá saman í rétta samræmisheild, að hann
v e r ð u r á meðan að lifa óskiftur í því og áhyggjulítill
gagnvart öðru. Annarlegt starf h 1 ý t u r ávalt að slíta
fyrir honum þráðinn, fela í gleymsku margt af þeim hug-
myndum, sem hann ber i hjarta og eyða þeim hugblæ,
sem óslitin umhugsun sögunnar elur hjá lionum. Það eru
fáir svo miklir andlegir fjörmenn og fjölhæfingar, að þeir
geti stundað margt svo að segja í einu. Nefnum t. d.
Einar Hjörleifsson. Hann hefir orðið að þræla alla sína
æfi i hvíldarlausu blaðamenskustriti, og hvernig er svo
hægt að búast við því, að hann hafi ástæður eða andlegt
fjör og frjálsræði til þess að rita sögur, enda er hann
nálega hættur því, að því er séð verður. Það er þó óneit-
anlega maður, sem þegið hefir mikla frumgáfu til þess að
skrifa sögur, maður, sem hefir svo næmt innsýni i sálar-
líf manna, að oss er sjálfsagt óbætanlegt tjón að því, að
lífið og atvikin hafa dæmt hann til að hætta; og hann er
líka eflaust sá maður, sem hefir haft andlega þ ö r f
s j á 1 f u r til að rita um þess háttar efni. Og hvílík þraut
og kvalræði og ógæfa, þegar barátta lífsins þröngvar
mönnum, sem hafa þessa andlegu þörf, til þess að afneita
henni og yfirgefa hana!