Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 73
Skírnir.
Ritdómar.
STURLUNGA SAGA efter membranen Króksfjarðarbók udfyldt efter
Reykjarfjarðarbók. Udgiven af Det kongelige nordiske Oldskrift-
selskab. I. bind. (I Kommission i Gyldendalske Boghandel. Nordisk
Forlag). Kebenhavn og Kristiania 1906.
Svo nefnist hið firra bindi af Sturlitngu-útgáfu þeirri, sem hið
norrætia fornfræðafjelag hefur kostað, enn bókavörður dr. Kristian
Kálund fjallað um. Var ekki vanþörf á að fá níja útgáfu af
Sturlungu, því að báðar þrer útgáfur, sent áður vóru til, eru mjög
gallaðar og fullnægja ekki kröfum votra tíma. Firsta útgáfan, sem
kom út í Kaupmannahöfri á árununt 1817—1818 að tilhlutun bók-
mentafjelagsins, fór eittgöngu eftir pappírshandritum, etin gekk.
alveg fram hjá skinnhandritum þeim, sem til eru af sögunni. Skinn-
handrit eru þó tvö til, bæði geimd í Arnasafni, og nefttir Kálund
þau Króksfjarðarbók (A\I. Nr. 122 a, fol.) og Reikjarfjarðarbók
(AM. Nr. 122 b, fol.). Er Króksfjarðarbók eldri, rituð á firra
helmingi 14. aldar, og vantar ekki sjerl«ga mtkið í (als eru til 110
blöð), enn Reikjarfjarðarbók ingri, rituð um 1400, og eru nú ekki
nenta skræður til af henni (als 30 blöð og blaðaslitur). Næst gaf
Guðbrandur Vigfússon söguna út í Oxfotd 1878. Hafði hann að
vísu nokkra hliðsjóu af skinnhandritunum, og svo átti að heita, að
útgáfan filgdi orðrjett brotum þeint, sem til eru af Reikjarfjarðar-
bók, það sem þau náðu, etiu færi að öðru leiti eftir pappírshandriti'
í British Museunt, sem aö niestu er ruttnið frá Reikjarfjarðarbók,
og tilfærði mismunargreinar úr Króksfjarðarbók. Enn þessi útgáfa
Guðbrands var svo hroðvirknislega af hendi leist og svo ónákvæm,
að varla mátti trelsta henni í nokkru.
Þessi níja útgáfa bætir því úr brínni þörf, og ntega allir, sem-
unna íslenskum bókmentum, vera Kr. Káluitd þakklátir firir, að
hann tók að sjer að gefa söguna út af ttíju, einkum þar sem út-