Skírnir - 01.12.1906, Blaðsíða 56
844
Nokkur orð um bókmentir vorar.
Skírnir,
slíka smekkvísi hjá þjóðinni, þá er hættan líka mikil af rusl-
inu. Vér skulum athuga það dálítið nánar.
Hvað er það þá, sem alþýða manna les einkum hér
á landi ? Hún les vitanlega meira og minna af bókment-
um þeim og bókmentamolum, sem vér eigum sjálflr, þó-
að lestur sumra tegunda þeirra virðist vera í hnignun, t.
d. fornsagna vorra, og væri það óbætanlegt tjón. Svo les-
hún allan blaðagrúann, sem vér höfum, og er það sízt að
lasta, þó að hún vilji fylgjast þannig með tímanum. En
það eru ekki málefni þjóðarinnar, sem allur fjöldinn sæk-
ist eftir í blöðunum, heldur eru það fremur neðanmáls-
sögur þær og fylgisögur, sem blöðin flytja. Af því að eg
er sannfærður um að þetta einmitt er áhrifáríkt fyrir bók-
mentír vorar og smekkvísi, vildi eg fara um ástæðurnar
nokkrum orðum.
Blaðamenn vorir hafa glögt séð það, að alþýða gengst
mjög fyrir sögum af ýmsu tægi og sækist eftir þeim, og
þannig varð það þeim Ijóst, að slíkar sögur mundu efla
útbreiðslu og vinsældir blaðanna. Var og í raun og vertL
ekkert á móti þessu, heldur heppileg tilraun í þá átt að
auðga bókmentir vorar, h e f ð u nú sögur þessar reynst
að vera nokkrar bókmentir. Þessu verðum vér að veita
vandlega athygli, með því að fjöldi manna les þetta og
sækist eftir því, og það er ekki svo lítið safn, sem komið
er út af slíkum sögum á íslenzku. En hvernig reynist nú
safn þetta, ef það er brotið til mergjar að því er snertir
bókmentalegt gildi? Eflaust þannig, að mikill meiri hluti
er einskisvert rusl og sumt verra en éiflskisvert, alveg
gersneytt öllum skáldskap og fegurð, fjarri öllum sál-
fræðislegum sanni, og það, sem verst er af öllu, þýtt og
gefið út, margt af því, á slíku hrognamáli, að annað eins
getur nálega hvergi í öðrum bókmentum voruin. Sýnist
þó eðlilegt að ætla að útgefendum blaða bæri þjóðernis-
leg skylda til þess að vanda þýðingar og þýða eða láta
þýða það eitt af þessu tægi, sem boðlegt væri og hefði
bókmentagildi. Með því gætu margir eignast eigulegt
bókasafn eftir útlenda höfunda, og mundi það áreiðanlega