Skírnir - 01.12.1906, Side 23
:Skírnir.
Ferðaþættir frá Bretlandi.
311
en þar var þó fjölment af ferðafólki, sem var að skemta
sér á vatninu, róa fram og aftur á smábátum með söng
og annari glaðværð. Húsin í Lake Side eru flest bygð úr
hellusteini án kalks og sements, en bindingur á hornum
af höggnu grjóti. Mánudagsmorguninn 25. júní fórum við
frá Lake Side upp vatnið. Grufuskip löng og mjó ganga
eftir Windermere; á þilfarinu eru bekkir fyrir ferðamenn
og rúma skipin eftir stærð 100—300 farþega. Meðan
skipið rennur upp eftir vatninu gefur á að líta skógivaxna
hálsa, fell og dalslakka á bæði borð, og einstök hús og
smábæir í lautunum, en á vatninu er fjöldi skemtibáta,
róandi og siglandi. Windermere liggur 150 fet yfir sævar-
máli, en er 219 fet á dýpt; vatnið er 21/2 hnattmíla (10
enskar mílur) á lengd I neðstu hlíðunum eru laufskógar
með graslendisrjóðrum innan um, ofar lágur barrskógur,
en á efstu hryggjum lyng og móar. Sunnan til sést óviða
í kletta, en er norða-r dregur hækka fjöllin og sér þar
upp í marga djúpa dalabotna, fellin verða smátt og smátt
brattari og gljúfrin hrikalegri.
Við norðurendann á Windermere lendir skipið í bæ,
sem heitir Ambleside, það er lítill en snotur bær með
2500 íbúum; bærinn er þó mjög gamall og þar hafa fund-
ist undirstöður og gólftöflur úr rómverskum húsum. Það
er einkennilegt og skemtilegt í þessum héruðum að verða
þess var, að staðanöfnin flest eru ramrníslenzk, þau hafa
haldist framan úr fornöld síðan Noregsmenn höfðu unnið
þessi lönd og bjuggu þar. Ambleside liggur í dalmynni
þar sem árnar Rothay (Rauðá) og Brathay (Brattá) koma
saman, en gegn um bæinn rennur Stock-gyll (Stokkgil),
hefir það upptök sín undan Rauðuskriðum (Red screes) og
rennur i gljúfri. Austan við bæinn heitir Vatnsfell (Vans-
fell) 1597 fet á hæð, en Lágihryggur (Loug hrigg) er vestan
(1100 f.). Svona eru öll nöfnin norræn hvar sem litið er,
fossar eru alt af í Vatnalandi kallaðir »force«, tjarnir
»tarn«, skriður »screes«, skörð »scar«, gil »gyll«, fjöllin
»fell« o. s. frv. Orðið þveiti (thwaite), sem nú er farið
.að verða óalgengt á íslandi, kemur hér fyrir í mörgum