Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 23

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 23
Um sjúkrasamlög. 119 Þegar menn ganga á jökla hafa þeir taug í milli sín; hún er þeim ekki byrðarauki, en ef einhver þeirra dettur eða hrapar, þá taka hinir í taugina og kippa honum úr hættunni. Sjúkrasamlög íþyngja ekki alþýðu manna, þau auka ekki veikindakostnað þjóðarinnar, en þau eru bjargtaug milli manna; ef einhver verður fyrir sjúkdómsáfalli, þá kippa hinir honum úr kostnaðarhættunni, úr sjálfstæðis- voðanum. — Sá verður þræll þjóðfélagsins, sem á sveitina fer; hann er sviftur frelsi sínu, ýms dýrmæt réttindi eru tekin af honum, t. d. kosningarétturinn. Sjúkdómar eru algengasta orsökin til þess, að menn lenda í slíkum þrældómi. Sjúkra- samlög verða dýrmæt vernd gegn þeirri þrældómshættu. Vinnukona í sveit g e t u r losað 3 kr. af kaupinu sínu til að gjalda í sjúkrasamlag, en fái hún lungnatæringu og þurfi að fara í heilsuhæli og vera þar 1—2 misseri, þá verður hún um leið að fara á sveitina — ef hún er ekki í sjúkrasamlagi. Kotbóndi getur greitt lambsverð á ári í sjúkrasamlag fyrir sig, konu og börn, en fái hann hnémein og verði að liggja 10—12 mánuði í sjúkrahúsi og kosta til 5—6 hundruð krónum, það getur hann e k k i, þá fer jhann á sveitina — ef hann er ekki í sjúkrasamlagi. Því er það, að fátæklingar í öðrum löndum klífa þrí- tugann bamarinn til þess að komast í sjúkrasamlag og standa í skilum við það. Er minni sómatilfinning í fátæklingunum hér á landi? Af og frá. En íslenzka alþýðu liefir skort þekkingu á þessari miklu og merku veraldarnýung. Mér vitanlega er ekki til nema eitt sjúkrasamlag hér á landi, er líkist erlendum sjúkrasamlögum; þcð er »Sjúkra- samlag prentara í Reykjavík«. Það var stofnað árið 1897, er átrúnaðargoð prentarastéttarinnar og hefir líka dafnað ár frá ári. I árslok 1908 voru samlagsmenn 22 og áttu í sjóði 4073 kr. og 4 aura. Það er mikill sómi fyrir þá stétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.