Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 90

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 90
386 Erlend tiðindi. ■en þó fólkið spektist, sáu allir alvöruna, og þegar stjórnin bað þingið um fé til 4 tröllbarða í ár kröfðust margir þess hástöfum, að byrjað yrði á 8 tröllum þegar í stað, og varð það ofan á eftir afarmikla rimmu, þótt œgilegt væri, því ekki eru þetta nein 50 aura barnagull. Smíð slíks risa-bryndreka stendur )'fir í tvö ár og kostar fleyt- an ekki minna en 36 til 40 miljónir króna hver. Og 20 slíkar verða Bretar að vera búnir að reisa 1912 og verða þó ekki nema 3 á undan Þjóðverjum, því 17 36 miljóna tröll ætla þeir að eiga sér þá. Með þessu minst þykjast Bretar geta borgið heimsveldi sínu og allsherjar friði og þó því að eins, að þeir verji of fjár til loftskipa sem allra fyrst. Því enginn maður veit nú, nema þau geri alla tröllbarðana alls ónyta á fám árum og er það hryllileg ihugsun, og heiminum líklega þó eina björgin, því »annaðhvort hljóta loftherskipin að aftaka allan hernað eða gjöreyða heims- menningunni,« segir W. T. Stead. En þó svona hafi nú hitnað síðustu vikurnar og við og við volgni í hér og hvar, þá verður ekki séð, að neitt ófriðarbál sé í vændum < bili, þó blöðin láti ófriðlega, því hvað sem Þjóðverjar ætla sér, þá sýnast þeir engan veginn tilbúnir enn og mun öllu óhætt að minsta kosti til þess er heyrist lát eða fráför Franz Jósefs keisara. Þó hingað væri símað fyrir nokkurum dögum, að rússneskt herskip hafi skotið á farmskip brezkt, þá verður tæplega mikið úr því og naumast hugsanlegur ófriður milli þeirra þjóða fyrst um sinn. Nýlendur Breta. Þeir eru hin eina þjóð í heimi, sem lærst hefir að stjórna nýlendum til þrifnaðar, enda blómgast þær allar sem að heiman eru bygðar og I n d 1 a n d sennilega að lagast. Að minsta kosti virðist þjóðin fremur hafa spekst um stund við þá réttarbót, að fá einn landa sinn í röð brezka jarlsins og hluttöku í löggjöf sinni. Kanada og Bandaríki Astralíu ætla nú að fara að kosta herskip til styrktar Bretaveldi, og Nýja Sjáland ætlar að gefa Bretum einn tröllbarða. Ibúar eru tæp miljón og verður það því um 40 kr. skattur á nef. Alt verður þetta Bretum mesti styrkur og hafa Þjóðverjar séð það síðustu vikurnar, að affarasælla er að farast sæmilega við nýlendur sínar, en að flá þær og hor- draga eins og þeir hafa gert, Bandaríki Suðurafríku eru nú alstofnuð og hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.