Skírnir - 01.08.1909, Side 2
194
Prestarnir og játningarritin.
og göfuglyndra manna veitir afarerfitt að átta sig á þess-
um frelsiskröfum einstaklingnum til handa, sem uppi eru
á vorum tímum, eða að skilja það, að einstaklingurinn geti
þróast andlega nema í fullu frelsi.
En að baki kröfunum um kenningarfrelsi presta stend-
ur líka önnur mikilsverð staðreynd, er gjörir þessar kröf-
ur afareðlilegar og því sem næst sjálfsagðar. Það er vax-
andi þekking manna á uppruna, eðli og markmiði játn-
ingarrita kirkjunnar, sem prestarnir eru heitbundnir við
í kenningu sinni, og tilfinningin fyrir því tilfinnanlega
mikla djúpi, sem staðfest er milli þess skilnings á guðs
orði í ritningunni, sem þar er haldið fram eða liggur til
grundvallar útlistunum þeirra, og skilnings kirkjunnar
manna á nálægum tíma. Játningarritin eru arfur, sem
kristni vorra tíma hefir fengið frá löngu liðnum tímum, þau
erutil orðin undir kringumstæðum,sem sérstaklega einkendu
þá tíma, með hliðsjón á hreyfingum, sem þá voru uppi,
og umfram alt mótuð af hugsunarhætti þeirra tíma og þeini
skilningi á kristindóminum, sem þá var álitinn réttur.
En tímamir hafa breyzt og með þeim einnig hugsunar-
hátturinn. Mannsandinn hefir aldrei staðið í stað, heldur
sífelt haldið áfram rannsóknarstarfi sínu og sifelt verið
að vaxa að vizku og þroska og skilningi á þessu ljúfasta
viðfangsefni hugsandi mannsandans. Margt af því, sem
játningarritin innihalda og var álitið rétt og sannleikan-
um samkvæmt á þeim tímum, er nú álitið sumpart vafa-
samt og sumpart rangt, og skilningur manna á kristin-
dóminum er í ýmsum greinum orðinn allur annar en þá var.
Guðfræði síðari tíma hefir í ljós leitt ýmsar staðhafnir,
sem eldri tíma ekki óraði fyrir og þeir ekki heldur gátu þekt,
svo skamt sem þeir voru á veg komnir í þekkingu sinni,
og brugðið nýju ljósi upp yfir fjölda gamalla sanninda,
sem nú horfa alt öðru visi við oss en áður gjörðu. En
þrátt fyrir þetta hafa menn til skamms tima átt afarörð-
ugt með að átta sig á því, að nokkura nauðsyn bæri til
að losa um játningarhaftið á kennimönnum kirkjunnar,
og álitið kröfurnar um kenningarfrelsi presta, ef ekki bein-