Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1909, Side 9

Skírnir - 01.08.1909, Side 9
Prestarnir og játningarritin. 201 fluttur, er ímynduð. Með henni er hann miklu fremur óbeinlínis sviftur allri tryggingu hvað þetta snertir. Játn- inga-haftið getur einmitt, ef ekki er annað, sem hið gagnstæða verði bygt á, vakið grun um, að presturinn tali það sem hann talar af því að hann sé bundinn heiti, sem það geti kostað hann embættið að víkja frá. Á bæði þessi atriði hefir öll höfuðáherzlan verið lögð i baráttunni fyrir kenningarfrelsi presta, eins og hún hefir verið háð í Danmörku meginhluta 19. aldarinnar. Þegar ég nú í dag hefi tekið að mér að innleiða um- ræðurnar um kenningarfrelsismálið, eru það þó ekki svo mjög þessi tvö atriði, sem fyrir mjer hafa vakað. Það sem ég vildi hafa bent á og rökstutt með kröfuna um kenningarfrelsi prestunum til handa er aðallega sögulegs eðlis, þ. e. stendur í sambandi við það sem kunnugt er orðið um uppruna þessara rita sjálfra, eðli og markmið. Að gengið hefir verið fram hjá því atriði hingað til að miklu leyti, orsakast eðlilega af því, að hin sögulega rann- sókn ritanna má heita verk síðasta mannsaldursins. Hins vegar liggur það í hlutarins eðli, að ekki ber síður á þetta atriði að líta en hin tvö. Því að eigi slík rit að geta gilt sem regla og mælisnúra fyrir oss, þá ættu þau að minsta kosti 1) að hafa upphaflega verið samin í þeim tilgangi, 2) að hafa verið viðurkend sem slík rit af kirkju vorri, 3) að vera í fullkominni samhljóðan við ritninguna sjálfa og 4) skuldbindingin við þau að vera í fullu sam- ræmi við anda og hugsjón vorrar evangelisku kirkju. En því betur sem ég athuga málið frá þessari hlið, þess sannfærðari verð ég um, að rangt sé að heitbinda prestana í kenningu sinni við þessi rit og að tími sé til þess kominn að breyta prestaheitinu hvað þetta snertir. Ég mun nú leitast við að færa rök fyrir máli mínu. 1. Játningarritin eru — aðminstakosti sum. þeirra — allsekkiupphaflegasamin í þeim. tilgangi að vera bindandi regla og mæli- snúrafyrirkirkjunaá öllum tímum. Þess-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.