Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 18

Skírnir - 01.08.1909, Page 18
210 Prestarnir og játningarritin. W v' ' jafnlöglega samankallaðir, og að frá þeim komtt játníng- ar jafnlöglega samþyktar, þar sem góðir og mikilsmetn- ir kirkjumenn héldu fram ólíkum — ef ekki gagnstæð- um — kenningum, en út frá sínum skilningi á ritningunni. Hvers vegna ættu vorir tímar að vera bundnir af ályktun- um þessa eina fundar fremur en af ályktunum hinna? Þegar öllu er á botninn hvolft, er það fylgi keisarans, sem styður eina játningu til sigurs fremur en aðra. Eins og það er veraldlega valdið, sém oftast nær ræður úrslit- um fornkirkjufundanna, eins er það veraldlega valdið sem fylgir ályktunum þeirra fram til sigurs í kirkjunni. Þeir sem dálítið þekkja til sögu trúarlærdómanna vita, að það eru ekki svo fáar kenningar, sem hlotið hafa viðurkenn- ingu »kirkjunnar« fyrir þá sök eina, að menn — óttuðust reiði keisarans! Svo var vafalaust í Níkeu forðum og oft síðar. En »lúterska kirkjan hefir viðurkent þessar forn- kirkju-játningar« munu menn segja. Það er þó álitamál. Vér getum sagt, að Lúter og Melankton hafi »viðurkent« þær, en hér hefir líka verið drepið á það, hvernig á þeirri viðurkenningu hafi staðið. Þeir gjörðu það fyrst og fremst af »praktiskum« ástæðum, til þess með því að sýna, að tilgangur þeirra með siðbótinni væri alls ekki sá að slíta samfélaginu við heilaga, almenna kirkju, en meðfram af því að þeir fengu ekki betur séð en að þess- ar fornkirkju-játningar væru í fullri samhljóðan við guðs- orð i ritningunni. En ekki kom þeim til hugar að gefa út neina skipun um, að þessi rit skyldu hafa ævarandi gildi í kirkjunni! né heldur að heitbinda skyldi prestana við þau fremur en við þau ritin, sem þeir sjálfir sömdu. Og hverjir eru það, sem samþykkja Ágsborgar-játning- una? Menn tala oft svo sem þetta góða rit hafi verið hátiðlega samþykt á einhverju allsherjar-kirkjuþingi fyrir hina evangelisk-lútersku kirkju, — en sagan veit ekki af neinu slíku kirkjuþingi. Hún var afhent Karli keisara V. á ríkisþinginu í Ágsborg árið 1530. En það var ekk- ert kirkjuþing og þar fór engin atkvæðagreiðsla fram um

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.