Skírnir - 01.08.1909, Side 29
Prestarnir og játningarritin.
221
ingarritin hafa ekki dómaravald, því að sá heiður ber
ritningunni einni saman, heldur eru þau að eins
vitnisburður um trú vora og útskýring hennar, er sýnir
hvernig hinar helgu bækur [ritningarinnar] hafa verið út-
lagðar og útlistaðar í kirkju guðs á ýmsum tímum í þeim
atriðum, sem ágreiningi hafa valdið, af þeim kennendum
sem þá lifðu, og með hvaða röksemdum þeim lærdómum
hefir verið hrundið, sem kornu í bága við heilaga ritn-
ingu.« Og um ritninguna segir svo í upphafi inngangs-
ins: »Vér trúum, kennum og játum, að hin eina regla
og mælisnúra, sem allir læraómar og allir kennendur eiga
að dæmast eftir, sé einvörðungu hin spámannlegu og postul-
legu rit gamla og nýja testamentisins. . . . öll önnur rit
gamalla og nýrra kennenda, hverju nafni sem nefnast,
ber ekki að meta til jafns við heilaga ritningu.. . . og
ekki að veita þeim viðtöku sem öðru eða meiru en vitnis-
burði um það, í hvaða mynd og á hvaða stöðum kenning
spámannanna og postulanna hefir varðveitt verið hrein
eftir liðna daga postulanna.«
Hér eru tekin af öll tvímæli. Samkvæmt þessu eiga
játningarritin sjálf að prófast og dæmast eftir ritningunni
og geta því ekki verið að álíta sem lög eða reglur fyrir
því, hvað skuli kenna í kirkjunni. Og því getur ekki
heldur verið réttlátt að miða heitbindingu prestanna við
þessi rit jafnhliða ritningunni, því að þá er ritningin ekki
lengur yfir játningunum, heldur hrundið úr því sæti, sem
henni ber einni saman. Vilji kirkjan vera trú sinni eigin
frumreglu og bera heiti sitt »evangelisk-lútersk« með réttu,
getur hún ekki bundið þjóna sína við neitt annað en
guðs orð í rituingunni, því að það og ekkert annað hefir,
eftir kirkjunnar eigin skoðun, að geyma hinn algjöra
sannleika til sáluhjálpar. ;
Er það nú hugsurx mín með öllu þessu, að afnema
beri að öllu leyti játningarrit kirkjunnar eða að skipa
beri nefnd manna til að endurskoða þau, ef ske kyuni að
ráða mætti bót á einhverjum gallanum, eða tiLað semja