Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 41

Skírnir - 01.08.1909, Page 41
Abraham Lincoln. 233 hefta alla frekari útbreiðslu þrælahalds eða jafnvel banna það með öllu. En Suðurríkjamenn, sem áttu gróðurekrur miklar, en lögðu miklu minni stund á iðnað og verzlun en Norðurríkjamenn, lögðust fastlega á rnóti þeirri viðleitni og kváðust ekki mega vera án svartra þræla, með því að þeir væri betur fallnir til allrar vinnu í heitu löndunum þar syðra en hvítir rnenn. Eftir því sem fólkinu fjölgaði í Bandaríkjunum og bygðin færðist vestur á bóginn, harðn- aði rimman og nú varð það aðalágreiningsefnið, hvort leyfa skyldi eða banna þrælahald í hinum nýju »fylkjum« (territories) og ríkjum. Arið 1820 komu Norður- og Suðurríkin sér saman um svofelda sáttamiðlun í þrælamálinu, að það skyldi leyft í Missouriríki, en bannað um aldur og æfi í öllum »fylkj- um« og ríkjum fyrir norðan 36c 30' breiddarstig. En hinn svonefndi Missouri-sáttmáli átti sér ekki langan ald- ur. Suðurríkjamönnum tókst ekki að koma í veg fyrir, að »vinnufrelsið« breiddist lengra út suður á bóginn, enda þótt samveldisþingið og stjórnin í Washington væri löng- um á þeirra bandi og gerði Norðurríkjunum mikið ógagn. Hófust nú mestu viðsjár milli Norður- og Suðurríkjanna, sem hér yrði oflangt að skýra frá. A þinginu fylti Lincoln flokk þeirra manna, sem voru mótfallnir útbreiðslu þrælahaldsins og leiddi rök að því, hve ánauð svertingja væri ill og hrópleg. Hann kvað Bandamenn mundu grimmilega gjalda þess einhvern tíma fyr eða síðar, ef þeir héldu uppteknum hætti, að styðja að þrælkun svertingja með löggjöf sinni og stjórnarfari. En mál eitt, sem hann hafði haft til meðferðar, sýnir ber- lega skoðun hans á þrælkun og þrælahaldi. öldruð svertingjakona koin einu sinni inn i skrifstofu hans og tjáði honum raunir sínar. Hún hafði verið am- bátt manns eins, sem hafði fluzt til Illinois og geflð þar konunni og börnum hennar frelsi. En nú vildi svo tilr að einn sonur hennar varð að takast ferð á hendur til New-Orleans. Oðara en hann sté þar fæti á land, var hann tekinn höndum af nokkrum lögregluþjónum og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.