Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Síða 64

Skírnir - 01.08.1909, Síða 64
256 Betur má ef duga skal. •sunds, annað á miðjunni, hitt á fremra bryggjusporði. Efri hluti fjörunnar til hliðar við skálann verður ruddur og gerður að sléttu leiksviði, stráðu smágjörvum sandi. Þar geta menn iðkað leiki eftir vild. Hugmyndin er óneitanlega mjög álitleg. Bæði hlýtur þessi stofnun að verða til þess, að bæjarmenn, einkum yngri kynslóðin, fara að iðka sjóböð og sund sér til heil- næmis og þroskaauka, en sundlaugin illræmda legst niður og nær ekki lengur að spilla heilsu manna. Og hinsvegar hlýtur hún einnig að verða til þess að endurlífga íþrótta- líf og íþróttaást bæjarbúa. í stað þess að æskulýðurinn hefir áður ráfað liðlöng sumarkvöldin á rykugum götum bæjarins og andað að sér pestnæmu andrúmslofti, i and- legum og líkamlegum skilningi, mun hann nú leita út til þessara laðandi leikstöðva suður við fjörðinn, fá sér styrkjandi hað og skemta sér við leiki í hressandi lofti og með fagra útsjón fyrir augum. Það væru sannarlega heillarík viðbrigði að sjá sígarettu- og buxnavasa-hengil- mænurnar hverfa af götunum, en líta í þess stað hópa af fjörugum ungmennum suður við fjörð, suma leika sér í sjó og suma á landi. Og þangað væri gott fyrir þá menn að vitja, er sá vildu frjóvænlegum frækornum í sálir ung- mennanna, því að sjaldan eru menn betur fyrirkallaðir að hlýða á góð og göfug orð, heldur en eftir hollar og hress- andi líkamshreyfingar. Mér er sem eg sjái þessa heillastofnun þegar upp komna. Eg get ekki skilið að við höfum getað verið án hennar svona lengi. öll óskum við þess af hjarta, að Island eignist göfugar, tápmiklar og atgjörvisprúðar kyn- slóðir. Með fáu móti getur almenningur betur að því stutt, að sú ósk rætist en með því að styðja svona lagað fyrirtæki. Hér er um mál að ræða, sem allir eru aðilar að; það er ekki einungis íþróttamál, heldur heilbrigðismál, uppeldismál, og alment þjóðþroskamál. Enda þykist eg þess fullviss, að margir muni finna hvöt hjá sér til að leggja eitthvað af mörkum til fyrirtækisins, fé eða vinnu. Ef við ættum margar stofnanir slikar sem þessi mætti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.