Skírnir - 01.08.1909, Page 66
Vistaskifti.
Nokkurir smáþættir eftir
Einar Hjörleipsson.
VI.
(Siðasti þáttur.)
Sumarmálin voru óvenjulega köld. Hvítur klaki yfir
öllu og norðannæðingar Allar skepnur voru á gjöf.
Þórður gamli í Vík sagði Þorgerði úti á hlaðinu á
Skarði, að andskota tuggan yrði eftir hjá sér eftir hálfan
mánuð, ef þessu héldi áfram. Og alt dræpist, hver kind
og hver belja og hvert hrossbein. Alt færi til fjandansr
sem manni þætti vænt um.
Þorgerður brosti. Hún átti nóg hey.
— En ekki a n n a ð, sagði Þórður, þegar hann sá
brosið. Þar af leiðandi engin hætta á að þú farir það
líka. Alt er það eins. Og vertu nú í guðsfriði.
Og hann pjakkaði broddstafnum niður í gaddfreðið
hlaðið og hélt af stað. Þorgerður tók ekki undir við
hann, en sagði mér að skammast inn og ná í vatnsföt-
urnar.
Þórður varð ekki heylaus. Batinn kom fáum dögum
síðar. Fyrst með hægum sunnanandvara. Eg fór að
finna moldarlykt úr veggjunum, og mér þótti það yndis-
legur ilmur. Snjórinn fór að síga og dökkna. Jörðin fór
að verða mófiekkótt, og flekkjunum fjölgaði. Eg fór að
hugsa um vatnavexti. Krossmessan var í nánd.
Og vatnavextirnir komu. Alt, sem kaldast hafði verið
og stirðast, varð hjólliðugt og vildi áfram fyrir hvern mun.