Skírnir - 01.08.1909, Síða 67
Vistaskifti.
259
Sunnanvindurinn sótti i sig veðrið. Vatn fór að verða,
hvar sem maður steig niður fæti, vatn, hvert sem maður
horfði, vatn, hvar sem maður hlustaði, syngjandi vatn.
Snjóskaflarnir uppi í hlíðunum urðu að lækjum, sem flýttu
sér, eins og þeir ættu lífið að leysa. Og svellin í lautun-
um urðu að tjörnum, ofurlitlum vötnum, sem ekki hugsuðu
um annað en hvað það væri yndislegt að geta graflð sig
áfram einhverstaðar og dansað á burt. En þau komust
ekkert annað en upp í loftið. Svo að þau fóru það. En
þóttust vera of lengi að því.
— Þú skyldir nú ekki komast að Dal á krossmess-
unni! sagði Sigga.
— Komast?
— Já, fyrir vatnavöxtum. Enginn fer með þig út í
bráðófærar ár.
— Þá fer eg þegar eg kemst, sagði eg.
En það var ekki annað en hreystyrði. Mér fanst eg
geta ekki lifað, ef eg kæmist ekki burt krossmessudaginn.
— En ef þú étur þig inn í vistina aftur? sagði Sigga.
Eg varð allur að einu spurningarmerki.
—- Veiztu ekki, að ef maður étur miðdagsmat á gamla
heimilinu krossmessudaginn, þá er maður bundinn þar
næsta ár?
— Þá ét eg ekkert, sagði eg.
Eg hugsaði um það allan daginn, og þangað til eg
sofnaði um nóttina, og þegar eg var vakinn morguninn
eftir, að það væri hræðilegt, ef eg kæmist ekki burt, og
að eg skyldi ekkert éta, og að mikil ósköp yrði eg svang-
ur, ef eg fengi ekkert að éta heila viku. Og eg gat ekki
á heilum mér tekið fyrir óþreyju. Eg trúði því ekki, að
eg ætti að geta komist burt. Og mér fanst tíminn ætla
aldrei að líða. Og eg rakti sundur fyrir mér, hvað það
yrði mikil sæla að fara, einkum að fara á hestbak og
ríða af stað og vita, að aldrei þyrfti eg oftar að koma að
Skarði ... Og þá kom trúleysið aftur. . . .
Krossmessudagurinn rann upp heiðskír og fagur. Eg
vaknaði fyrir allar aldir í vorbirtunni. Eg vissi, að um
17*