Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 68

Skírnir - 01.08.1909, Page 68
260 Vistaskifti. daginn átti eg að fara, hafði heyrt það ráðgert kvöldinu áður, og að Þorgerður ætlaði að fara með mig sjálf. Frost- stirðningur hafði verið nokkurar nætur og aðgerðalítið hægðarveður á daginn, svo að hlaupið hafði úr ám og lækjum. Ekkert til fyrirstöðu að komast um sveitina. Samt var eg hræddur um, að eitthvað kynni að koma fyrir, svo að eg kæmist ekki af stað. Eg beið þess að fólkið vaknaði, stytti mér stundir með því að góna á víxl dt í gluggann og á rúmmarann og á hendurnar á mér, og skildi ekkert í því, hvað menn gátu sofið. — I hverju á hann að vera? sagði Þorgerður, þegar Mn var farin að hugsa til ferða. — Eg veit ekki, elskan mín, sagði Jon. A hann ekki a® vera í fötunum s í n u m ? Og væri nú ekki bezt að fara að flýta sér að leggja á? Rómurinn var mjúkur. Eg fann að Jóni var hug- leikið, að hún kæmist af stað sem fyrst — og að engin stórtíðindi gerðust áður. — Heldurðu eg fari með strákskrattann í þessum lörfum? Heldurðu eg riði um sveitina með honum svona gaulrifnum ? — Nei, sagði Jón enn auðmýkri. Nei, auðvitað ekki.... Hann Þórður gamli lánaði honum i fyrra sumar------------ — Heldurðu---------? Lengra komst Þorgerður ekki með svarið við þeirri fjarstæðu. ... Eg verð að taka sparifötin hans Jónasar litla. Verst að þau skitast út og kruklast öll. Og í spariföt Jónasar sonar hennar var eg klæddur. Og mér var sagt að fara nú að kveðja. Eg hljóp til fólksins hér og þar um bæinn og út á tún og kysti það. Eg vissi varla af mér. Jón fann eg inni í skemmu. — Vertu sæll, Steini minn, sagði Jón. Hann tók krónu upp úr buddunni sinni og stakk í vestisvasa minn. Mundu eftir að taka þetta úr vasanum, þegar þú fer úr fötunum. En láttu ekki hana Þorgerði sjá það. Eg kysti hann aukakossi fyrir krónuna.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.