Skírnir - 01.08.1909, Page 73
Út af æfisögu Péturs biskups.
265
drauginn, sem upp hafði verið vakinn 1867. Meiri hluti íundar-
ins samdi frumvarp til stjórnarskrár með »personalunion«, frestandi
neitunarvaldi o. s. frv. Jón Sigurðsson mótmælti hvorutveggja
fastlega og neitaði að bera þar að lútandi bænarskrá fram fyrir
konung1). Eg var sjálfur á Þingvallafundi 1873 og man eftir því,
að allmargir voru þá æstir gegn Jóni Sigurðssyni, en sérstaklega
er mér þó minnisstætt, hve mikið var drukkið á þeim fundi.
Ritdómur hr. Þorleifs Bjarnasonar er hl/lega orðaður í minn
garð, svo eg hefi sjálfur enga ástæðu til að vera óánægður með
hann; höf. finnur það helzt að ritstarfi mínu að eg sé altof ná-
kvæmur! Eg er þó í ýmsum atriðum ósamþykkur hinum heiðraða
höf. Hér er þó oftast að ræða um álitamál, og ekki til neins að
þrátta um einstaklingsskoðanir, sem oftast eru meira og minna
bygðar á mismunandi tilfinningum og hugsunarhætti. Við höfum
líka gagnólíka skoðun á því, hvernig rita skal æfisögur. Það sem
ritd. telur aðalannmarka á riti mínu, tel eg sjálfur aðalkost þess.
Hvaða gagn hefði verið að því að fara að fimbulfamba um sálar-
og hugsjónalíf Péturs bisk\ips á ymsum aldri og því um líkt.
Um slíkt er ekki hægt að segja neitt með vissu; hugleiðingar í
þá átt yrðu ekki nema hugartildur, sem aldrei ætti að sjást í vís-
indalegu riti. Sagnaritarar fornmanna einkendu skapferli manna
og framkomu með fáum orðum, oftast með mikilli snild. Gjörðir
manna einkenna þá bezt. Sálarsundurliðun lánast sjaldan beztu skáld-
um, þó þeir sjálfir skapi sór persónuna, sem þeir lýsa. í erlendum
æfisögum sjást aldrei slíkar sálarlýsingar nema hjá einstöku lélegum
dönskum höfundum, sem ekki eru eftirbreytnisverðir. Enda mun
flestum veita fullerfitt að þekkja sitt eigið sálarlíf, hvað þá heldur
annara. I æfisögu Péturs biskups vona eg að hver og einn geti
þekt manninn, lund hans og eiginlegleika, þó eg ekki sé að geta
mér til hugsana hans; í sögurit.i veVður hver að koma fram í breytni
sinni og skiljast af henni. Eg tel það því aðalkost bókarinnar að
eg het'i komist hjá þesskonar málæðisútúrdúrum, sem nú virðast
vera orðin tízka hjá sumum íslenzkum rithöfundum.
Eg hefi ekki ritað neinn formála fyrir æfisögu Pjeturs biskups
og því ekki gjört grein fyrir þeim grundvallarreglum, sem eg fylgdi
við samning bókarinnar. Þetta hefir orsakað misskilning sumra
manna. Það liggur í augum uppi, að það er mjög örðugt, eða
l) Um fundinn er ítarleg skýrsla í Víkverja 1873, bls. 23—25r
30—33.