Skírnir - 01.08.1909, Síða 81
Uppkaf konungsvalds á Islandi.
Björn Magnússon Olsen: Enn um upphaf kon-
ungsvalds á íslandi. Rvik 1909.
Ritgerð þessi hefir birst í þ. á. »Andvara« og hefir einnig
•verið gefin út af ÞjóSvinafélaginu sem sérprentun. Efni hennar er að
hnekkja og andmæla /msum keuningum um endalok hins íslenzka
þjóðveldis og upphaf konungsvaids á íslandi, sem dr. Knud Berlin
hefir framsett í riti sínu »Islands statsretlige Stilling«, er birtist
síðastliðinn vetur í Kaupmannahöfn.
Skal hér drepið stuttlega á nokkur hin helztu ágreiningsatriði
höf. við Berlin og að lokum farið nokkrum orðum um ritgerðina í
heild sinni.
Berlín telur að ísland hafi í raun réttri ekki framar verið til
sem »sjálfstætt ríki« er það komst undir konung (sbr. bók Berlins
30. bls.), og til stuðnings skoðun siuni segir hann, að konungur
hafi fyrir 1262 verið búinn að sölsa undir sig »allflest« eða
» n æ r ö 11« goðorð landsins. Höf. leiðir, að því er virðist, góð
rök að því, að ástæður Berlins eru engan veginn fullnægjandi og að
staðhæfing hans um goðorðin er fjarri öllu lagi.
Með sögulegum rökum (meðal annars samanburði við ríki Kol-
beins unga 1242) sjnir höf. enn fremur fram á, að þó að konung«r
hefði verið »vel og löglega kominn að hverju einu einasta goðorði
af þeim helmingi íslenzkra goðorða, sem hann hafði á sínu valdi
1262,« verði ekki með nokkru móti dregin af því sú ályktun, að
ísland hafi fyrir 1262 verið hætt að vera sjálfstætt ríki út
á við.
Þá hrekur höf staðhæfingu Berlins, að Lögrótta hafi löngu
fyrir 1262 verið komin á fallanda fót og ekki gegnt störfum sínum
á lögskipaðan hátt eða fylgt réttum þingsköpum. Meðal annars
synir hann, að sönnunargögn Berlins fyrir fullyrðingu þessari eru
einkis nyt (t, a. m. skírskotun hans til svo nefnds Gamla sátt-
mála frá 1263, sem er ekki annað en alþingissamþykt frá 1300),
18