Skírnir - 01.08.1909, Page 84
276
Upphaf konangsvalds á íslandi.
aS hið forna stjórnarfyrirkomulag hélzt óbreytt frá 1262 til 1271,
er þingfararbálkur Járnsíðu var leiddur í lög.
Mjög sennilega skýrir höf. orð sáttmálans »að láta oss ná
friði« og »að halda friði yfir oss«. Eftir skýringu hans lýtur fyrri
skuldbindingin að því, að konungur lofar að koma á friði í landinu,
en hin síðari að því, að hann tekst á hendur að varðveita friðinn
eða »gæta friðarins« bæði út á við og inn á við. Af þessari yfir-
lýsingu og viðbótinni »svá sem guð gefr yðr framast afl til« ætlar
höf. að megi ráða, »að kor.ungur hafi áskilið sér að fara með her-
mál landsins með aðstoð Norðmanna«. Vera má aö það hafi vakað
fyrir konungi eða eitthvað þvílíkt, en á hinn bóginn er það eins
líklegt, að orðin, »svá sem guð gefr yðr framast afl til«, sé almenns
eðlis eins og t. d. »ef guð lofar« í nútíðarmáli, og hafi enga dýpri
roerkingu f sér fólgna. En hvað sem því líður, er það af öðrum
atvikum sennilegt, að konungur hafi ætlað sér að fara með hermál
og utanríkismál fyrir Islands hönd.
Með niðurlagsatriði Gamla sáttmála: »Skulum vér og várir
arfar« o. s. frv., telur Berlin íslendinga hafa »berlega viðurkent
erfðirétt hins norska konungdóms að Islandi« og segir á 89. bls.,
að höf. hafi tjáð sig því samþykkan. En höf. færir rök fyrir því,
að svo er ekki og að Berlin hefir misskilið orðið »arfgengur«, sem
höf. hefir viðhaft í hinni venjulegu merkingu orðsins »sá sem geng-
ur í arf mann frá manni«. Berlin hampar mjög »hinum norska
konungdómi«. En höf. sýnir, sem er, að þetta »ímyndaða hugtak«
er hvergi nefnt á nafn í samningnum og telur með róttu alla þá
ályktun rammskakka, sem Berlin dregur af því.
Fróðleg og ítarleg er frásögn höf. (53—56 bls.) um afstöðu
íslendinga til konungserfðalaganna norsku, og hnekkir hún, að því
er virðist, gersamlega kenningu Berlins, að íslendingar hafi með
niðurlagsatriði Gamla sáttmála afsalað sér öllu atkvæði um kon-
ungserfðir f Noregi.
Skýring höf. á niðurlagsorðum sáttmálans »meðan þér og yðrir
arfar halda við oss þessa sáttargerð. En lausir, ef hún rýfst, að
beztu manna yfirsýn« er svo strangvísindaleg og rökstudd með
sögulegum dæmum, að allar tilgátur Berlins um þetta atriði og
ályktnnir, sem hann dregur af þeim, virðast einber markleysa. í
mesta máta kátbro3leg er getgáta haus að »beztu menn« sé ríkis-
fuudur í Noregi, og lítt sannfærandi er sú kenning hans á 129. bls.,
að niðurlagsatriði sáttmálans »heimili bændum rétt til uppreistar,
en ekki rótt til að ganga undan honum sem ríki«.