Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 85

Skírnir - 01.08.1909, Page 85
Upphaf konungsvalds á íslandi. 277 Höf. átelur, sem vonlegt er, þau ummæli Berlins, »að íslend- ingar hafi með Gamla sáttmála »kapitulerað« (gefist upp nauðugir viljugir) fyrir kröfum hins ríka Noregs konungs«. Sáttmálinn ber það með sór, að hann er engin nauðungaruppgjöf. En um það verða auðvitað skiftar skoðanir, hvert hlutskifti íslendinga hefði orðið, ef þeir hefði ekki gengist undir sáttmálann. Loks þykir réttast að taka hér upp nokkur niðurlagsorð höf. um Gamla sáttmála, sem vér teljum fara nær sanni: »Hins vegar höfum vér íslendingar enga ástæðu til að veifa GlSm. sem einhverju dæmalausu frelsisskjali, eins og sumir hafa gert, og þeir einna mest, sem minst hafa um hann hugsað. Þvert á móti er hann fyrsta sporið til að glata hinu forna frelsi landsins og ofurselja það útlendu valdi « Yið siðasta kaflann í riti Berlins um róttarstöðu íslands eftir lögbókunum, Járnsíðu og Jónsbók, hefir höf. miklu minna að at- huga. Þó má geta þess, að höf. leiðir sterkar líkur að því, að í þingfararbálki lögbókanna beggja só á einum stað, að vísu ekki með berum orðum, vikið að löggjafarvaldi alþingis, en Berlin segir af- dráttarlaust í riti sínu, að í Járnsíðu og Jónsbók só hvergi getið um það. Annað mál er það, að afskifti konungs og ráðaneytis hans af íslenzkum löggjafarmálum fara eftir lögleiðingu lögbókanna óðum vaxandi, en vald alþingis þver að sama skapi. Höf. telur Berlin rita af fróðleik og hafa »kynt sór vel bæði hin sögulegu heimildarrit og það sem um þetta efni hefir verið ritað á síðari tímum«. Þykir honum Berlin skrifa »ljóst« og raða »efninu vel og skipulega og gæta hófs og stillingar«, þar sem hann greinir á við ísleudinga, sem um þetta efni hafa ritað. Á hinn bóginn telur hann Berlin verða »það stuudum á að líta á ýms at- riði með dönskum gleraugum og halda ekki rétt á metaskálunum«. Og má það ekki teljast ofmælt. Þá átelur hann kæruleysi eða ó- nákvæmni Berlins í tilvitnunum bæði i rit höf. og annara og rök styður það með mörgum dærnum. í stuttu máli þykir honum, að Berlin hafi ekki tekist að binda enda á loforð sitt að semja »óhlut- dræga og vísindalega lýsing á réttarstöðu íslands«, og munu senni- lega flestir Islendingar, sem lesa bæði ritin, geta tekið undir það. Allir Islendingar, sem eru ekki blindaðir af flokksofstæki, mega vera höf. þakklátir fyrir þessa ritgerð hans, sem og fyrir hina fyrri »Um upphaf konungsvalds á íslandi«, er birtist í fyrra. Ritgerðir þessar eru að heita má hin eitiu vísindalegu rit um endalok þjóðveldisins og upphaf konungsvaldsins á Islandi, sem birzt hafa

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.