Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 4

Skírnir - 01.01.1910, Page 4
4 Um silfurverð og vaðmálsverð. Þegar vjer tölum um forna vaðmálsalin, verðum vjer að gæta þess, að hin forna íslenska alin var rúmum 5 dönskum þumlungum stittri enn dönsk alin, eða, eftir því sem næst verður komist, 18.79 d. þl. (= 49,143 sentí metrar). Aftur var vaðmálið forna breiðara enn það er nú. Gjaldgengt vaðmál átti að vera tvíelnt, o: 2 fornar álnir á breidd (= 37.58 d. þl.), og verður því forn vað- málsalin sakir breiddarinnar alt að því fjórðungi drígri (1,23 d. □ alin) enn einbreið vaðinálsalin nú, þó að hún væri stittri. Sex dlnir af vaðmdli vóru kallaðar eyrir vaðmdla eða lögeyrir, og 8 aurar vaðmála eða 8 lögaurar eða 48 álnir vaðmdla gerðu mörk vaðmála, alveg eins og 8 aurar silf- urs gerðu mörk silfurs. Vaðmálið er þá talið í vogar- einingum, enn þessar vogareiningar eru þó bersínilega ekki miðaðar við þingd vaðmálsins, því að 6 álnir vaðmála vega miklu meira enn eiri og 48 álnir miklu meira enn mörk. Það leiðir af sjálfu sjer, og er játað af öllum, að þessi verðnöfn, eyijúr og mörk, eru komin inn í vaðmálareikninginn úr silfiBlikningnum. Enn merkilegt er, að engum hefur enn, svo að eg viti, dottið í hug að gera grein flrir, hvernig á því stendur, að verðnöfn silfurreikn- ingsins hafa komist inn í vaðmálareikninginn, og liggur þó hin eðlilega skíring beint við. Að 6 álnir vaðmála eru kallaðar eyrir (lögeyrir), og 48 álnir mörk, hlítur að stafa af þeirri einföldu ástæðu, að 6 álnir vaðmála hafa einhvern tíma í firndinni jafngilt 3,/3 eyri silfrs að verðmæti og 48 álnir vaðmála mörk silfrs. (= 90 álna) kúgildi er talað í fjárlagi í Árness þingsókn (firir 1200) Grág. Kb. II 247. bls. (Belgsdalsbók, ?tr. ísl. Uornbrs. I 816. bls.) og í máld. Saurbæjarkirkjn á HvalfjarðarstroM 1180 (Isl. Fornbrs. I 265. bls.). í Vallaneskirkju máld. 1270 segir, að kirkjan eigi 30 kúgildi í geldfje, og sknli „hálft virða tveggja marka (= 96 álna) kúgildi og hálft 12 aura“ (ísl. Fornbrs. II 83. bls.). Á þessu sjest, að kúgildi gátu verið misdír eftir gæðum. Siðar i sama máld. er hvalrekaitak metið „2 kú- gildi eða 3 merkur“, eða kúgildið á l‘/2 mörk (= 12 aura). Loks talar máldagi Helgafelsklausturs frá 1186 um „hundraðs (= 120) álna virð kúgildi“ (ísl. Fornbrs. I 282. bls.).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.