Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 19

Skírnir - 01.01.1910, Side 19
Siðspeki Epiktets. (Erindi flutt í „Mentamannafélagiuu11 17. jan. 1910). Háttvirtu gestir og félagsbræður! Mig langaði til að bregða upp fyrir yður ofurlítilli mynd af sálarástandi og hugsunarhætti hinna beztu og göfugustu manna í Rómaveldi um það leyti, er heiðnu menningunni fór að hnigna, en kristnin tók að ryðja sér til rúms. Sumum yðar mun nú ef til vill verða fyrir að hugsa, að þetta umtalsefni sé æðilangt sótt og eigi lítið erindi til vor. Og má það vera. En þó er sumu því, sem eg ætla að lýsa, þannig farið, að það á erindi til allra og ef til vill ekki sízt til vor. Og mynd sú, er eg ætla að reyna að draga upp fyrir yður, ætti auk þess að geta haft nokkurt sögulegt gildi. Hún ætti einkum að geta kent oss þrent: hversu fagur og göfugur hugsunarháttur sumra fornspekinganna var, hversu keimlíkar sumar kenningar þeirra voru kenningum kristninnar, og hvers vegna kristnin samt sem áður hlaut að sigra og setjast í öndvegið, altént um stund. Alt þetta sjáum vér einna bezt á kenningum manns þess, sem eg nú sérstaklega ætla að lýsa. Vér þekkjum ekki mann þenna undir öðru nafni en nafninu Epiktetos, en það þýðir ekki annað en: þ r æ 11. Enda kemur það vel heim við lífskjör hans. Að vísu var hann frjáls maður að fæðingu, fæddur Grikki, en hann ól þó mestallan aldur sinn í Rómaborg sem ánauðugur þræll

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.