Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 31

Skírnir - 01.01.1910, Side 31
Siöspeki Epiktets. 31 eintóm endurtekning og hringiða lífs og dauða, og sumir litu svo á, sem dauðinn væri endimark alls. Gegn mis réttinu í þjóðfélaginu átti maðurinn að berjast í lengstu lög, en gegn mótlæti því, er bar honum að höndum af völdum náttúrunnar, var honum ekki til neins að berjast, — þar varð hann að gefast upp. En þarna rak sig hvað á annað í lífsskoðun þeirra. Á annan bóginn héldu þeir fram frjálsræði viljáns og baráttunni gegn hvers konar raisrétti og kúgun, en á hinn bóginn takmarkalausri auð- sveipni og rólyndi í öllu sem að höndum bar af völdum náttúrunnar og óumflýjanlegt þótti. En nú hefir einmitt náttúran síðasta orðið í mannlífinu. Krankleik og kvöl- um verður varla sneitt hjá, og dauðinn er loks endir á allra manna sögum. Þetta sáu Stóíkar og viðurkendu það. Og þar sem þeir nú á hinn bóginn héldu því fram, að náttúran væri ekki annað en eilíf endurtekning, eilif hringferð lífs og dauða, sem ekki yrði umflúin eða breytt á nokkurn hátt af mannavöldum, þá er ofurskiljan- legt, þótt þeir sæju ekki til neins að spyrna við brodd- unum, heldur reyndu að íklæðast brynju rólyndis og mannlegrar auðsveipni. En einmitt þetta, að þeir skyldu telja náttúruna alveg ósveigjanlega og ógjörning að víkja rás viðburðanna við á nokkurn hátt, það ber vott um þekkingarskort þeirra og fornaldarinnar yfir höf- uð. Þeir þektu ekki hinn undraverða mátt mannsandans,. sem er í því fólginn, ekki að trúa hinum og þessum bá- byljum, heldur að læra a ð s k i 1 j a lög náttúrunnar til þess að beita þeim svo eftir á sem b e i z 1 i á hana sjálfa og læra þannig smámsaman að leiða hana eftir vild sinni. Hefðu þeir séð og skilið þetta, þá hefðu þeir ekki þurft að telja forlögin né náttúruna ósveigjanlega, og þá hefðu þeir hlotið að kannast við, að draga mætti úr mörgu mannlegu böli og jafnvel verjast því til fulls. Þá hefðu þeir líka getað haldið frjálsræði mannsins fram til fulls, ekki þurft að hætta á hálfri leið, eins og þeir gjörðu. Þá hefðu þeir sem sé getað haldið því fram, að maðurinn. ætti ekki einungis að berjast gegn eigin girndum sinum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.