Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 42

Skírnir - 01.01.1910, Page 42
42 Góður fengur. Jón var lystarlítill á fiskinn og mjólkina og honum draup ekki orð af vörum. Þegar hann var búinn að borða, klappaði hann Rúnu litlu á kollinn og fór út. Hann gekk rakleiðis niður að fjárhúsi, ýtti moðruslinu frá hurðinni með fætinum og opnaði dyrnar. Kindurnar voru búnar með heytugguna; þær lágu og jórtruðu. Jón hallaði hurð- inni á eftir sér og setti spýtu fyrir, svo að hún skyldi ekki hrökkva opin. — Hann hafði hugsað sér að taka svartan veturgemling, lítinn en í góðum holdum; hann svipaðist um og sá að Surtur lá inst inni í kró. Jón gekk hægt meðfram garðanum til þess að hleypa ekki stygð að fénu; svo klappaði hann á bakið á Surt. Surtur stóð ekki upp, hann horfði hissa framan í hann; Jón var ekki vanur að koma í húsin eftir seinni gjöfina. »Blessuð skepnan«, taut- aði Jón fyrir munni sér, »þú kæmir ekki nösulbeina úr afréttinni, ef þú ættir að lifa til haustsins?« Hann tók í vinstra hornið og beygði sig yfir snoppuna, — gráu augun loguðu í dimmunni og heitan andardráttinn lagði upp í vitin á Jóni. »Eg hélt að þú værir kominn með kindina*. Björg leit inn í skemmuna og sá að Jón var að hlaða byssu- hólkinn sinn. »Þú ætlar þó ekki niður að ós rétt einu sinni?« »Mér hefir dottið það í hug«. Jón þjappaði hamphnoð- unni niður i hlaupið.' »Eg gat ekki fengið af mér í svipinn að taka Surt litla; hann lá og jórtraði, skinnið; eg vildi að minsta kosti lofa honum að hafa matfrið«. »Það er orðið alt of seint að fara á veiðar í kvöld, blessaður«. »Helst er að eitthvað kynni að vera á kreiki í ljósa- skiftunum«, — Jón spenti upp gikkinn og athugaði, hvort púðrið væri komið fram í pinnann, — »og mig órar fyrir því, að eg komi ekki slyppur heim í þetta skifti*. »Þig hefur órað fyrir því á hverjum degi núna sein-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.