Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 43

Skírnir - 01.01.1910, Page 43
Góður fengur. 43 asta hálfa mánuðinn; þú slítur skónum þínum, annað gagn hefur þú ekki af ferðinni«. »Láttu mig sjá fyrir því«. Jón gekk snúðugt út úr skemmunni. »Eg veit ekki betur en að það sé selskinn i skónum, — og hún hefur stundum hjálpað upp á pottinn þinn, byssuskömmin«. »Eg ætlaði ekki að álasa þér; ogþað veit hamingjan, að eg vildi óska að þú yrðir fengsæll í kvöld; en eg hef lofað börnunum að þau skuli fá að borða kjöt á morgun«. »Það skulu þau líka fá«. Jón setti upp vetlingana, kastaði byssunni á öxlina og hélt af stað niður að ós. — Skuggi hoppaði í kringum hann af kæti. Það er góð hálf rníla frá Selinu og niður að ós. Veg- urinn er fallegur og einkennilegur; rétt fyrir utan túnið er mjó hraunbrík — svartar steinsnyddurnar stungust upp úr fönninni — svo taka við sandar, breiðar öldur og mel- hólar á stangli og í smáþyrpingum. Gnípufjöll loka vestr- inu — þau voru mjallhvít nema stöku þverhnípi, þar sem aldrei festi snjó. Jón gekk niður með ánni; hún var lögð; ísarnir voru með bláum svellglærum; fyrir handan ána lokast útsýnið af lágum hálsum. — Á heiðum sumardegi eru Grnipufjöllin heit og blá, áin tær og lifandi, hafið opið og bjart, sandarnir svartir og túnið hvanngrænt; þá er fallegt í Selinu. — Nú lágu allir þessir litir undir fönn og haflð var grátt af kulda. Jóni sóttist vel gangurinn; hann var rétt að kalla kom- inn niður að ós. Þar var áin auð á að giska hundrað faðma. Jón var fyrir löngu búinn sjá, að það lá enginn selur uppi á skörinni; hann hægði á sér — því nær sem hann kom hafinu, því vondaufari varð hann, og hann kveið fyrir að standa augliti tii auglitis við algjörð vonbrigðin. Konan hans sagði alveg satt, hann hafði órað fyrir ein- hverju happi á hverjum einasta degi seinasta hálfa mán- uðinn og altaf komið tómhentur, hann hafði dreymt fyrir því — og hjátrúarfullur var hann, hann skoðaði það sem bendingu að Surtur vildi ekki standa upp, þegar hann tók í hornið á honum. — Jón gekk út á skörina. Engin skepna

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.