Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 27

Skírnir - 01.04.1910, Page 27
Daði Níelsson ,,fróði“. 123 löngun til að fjalla betur um það, en það tókst eigi að sinni. Til að seðja nokkuð þessa löngun sína fekk hann á næsta ári fyrst til láns og þvi næst til eignar hjá Jóni bróður sinum1) þýðing af því prestatalí Skálholtsstiftis, sem er í 4. bindi kirkjusögu Finns biskups. Var það miklu ófullkomnara en prestatal Hannesar biskups. Lék honum því sífelt hugur á að ná í það og fekk það loks að láni hjá síra Birni Hjálmarssyni í Tröllatungu. »Las eg það hvað eftir annað með mestu græðgi«, segir hann, »og þótti, sem von var, mikill fróðleikur i því«. Nú er prestatal Hannesar biskups eigi annað að kalla en þur upptalningur og ártöl með nokkrum skýringargreinum, svo skemtilegt er það eigi, hvað sem annars má telja því til gildis. Sýnir það eitt með öðru hina brennandi fróðleiks- þrá Daða, að hann skyldi lesa það »hvað eftir annað með mestu græðgi«. Þess var þó eigi langt að bíða, að Daða þætti presta- tal Hannesar biskups ófullnægjandi og langaði til að fá meiri vitneskju um prestana, en þar var að fá. Komst hann fyrst yfir prestatal að Stað í Steingrímsfirði alla leið frá siðaskiftunum; var það að sögn samið af Steingrími biskupi. Fekk hann það að láni, afritaði og jók við. Þetta var árið 1835. Sama ár fekk hann og að láni hjá síra Birni Hjálmarssyni prestatal í Tröllatungu eftir Hann- es biskup og aukið af síra Hjálmari föður Björns. Gerði hann einnig eftirrit af því og jók við. Tók honum nú að hvarfla í hug, að íýsilegt væri að eiga slikt prestatal við öll prestaköll í Skálholtsstifti, og að tína saman í eitt það sem hann gæti þess kyns. En þegar hann hugleiddi þetta betur, fanst honum kostur á svo litlu, að eigi væri ómaks vert að tína það saman, og varð því svo afhuga um sinn. Samt sem áður kulnaði þessi löngun eigi út með öllu, heldur gróf um sig og vaknaði að nýju. Hug- leiddi hann nú þetta efni nánar og fanst þá, að ef það *) Jón var bóndi í Grænanesi í Strandasýsln og gáfaður vel og hagorður sem bræður bans.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.