Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 36

Skírnir - 01.04.1913, Side 36
132 Ýms atriði úr lifinu í Reykjavik fyrir 40 árum. yfir urn og var það þegið, en þegar komið var í miðjan álinn, tók pilturinn að skjögra og láta kennarann síga; hann fór þá að ókyrrast á herðunum og biðja piltinn herða sig, en hann fór þá eitthvað að tala um, að hann væri tæpur í fræðigrein kennarans, en hann sagði bara, »oh! oh! það gengur nok, berðu þig bara að komast yíir um.« Kenn- arinn komst þurr á land, og pilturinn fekk vel góða eink- unn hjá honum. Þá rétt eftir 1870 var afarmikill drykkjuskapur í bænum; brennivínið var ódýrt áður en tollur var á lagður (1872) og jafnvel eftir það; mátti það heita afar-ódýrt, að minsta kosti í samanburði við það sem nú er. Akurnes- ingar voru þá annálaðir drykkjumenn; það var ekki langt um liðið eftir komu þeirra, áður en þeir voru orðnir druknir, og höfðu hávaða á götunum; auðvitað voru margar heiðarlegar undantekningar. Skólinn þótti þá heldur ekki góður; eg hefi sem drengur keypt marga brennivínspela fyrir skólapilta. Þegar eg kom í skóla nokkrum árum síðar, var drykkjuskapur pilta á meðal að miklu leyti horfinn. Kvenfólkið drakk þá lika og það kom eigi sjaldan fyrir, að það sást drukkið á götunum. Þannig man eg eftir einni giftri konu, sem eg sá nokkrum sinnum leidda heim dauðadrukkna; hún er enn á lífi, eftir því sem eg frekast veit. Af drykkjuskapnum leiddi háreisti og rysk- ingar, en það var ekki tekið mjög hart á slíku þá. Ahorf- endurnir fremur hvöttu en löttu, og lögreglan lét lítið til sín taka, nema það gengi fram úr hófi. Þó var oft nauð- synlegt að handsama drykkjurútana, einkum ef það voru utanbæjarmenn, og útvega þeim næturgistingu, og þá var ekki í önnur hús að venda en »svartholið«, sem svo var nefnt. Svartholið var uppi á lofti í vesturenda prestaskóla- hússins gamla (landsyfirrétturinn var háður í vesturstof- unni niðri, og bæjarþingið í austurstofunni út að götunni, en prestaskólinn var þá í húsi því, sem Sveinn Björnsson á nú í Hafnarstræti, þar sem rakarabúð hefir verið til skams tíma). Svartholið voru tvær kompur, og var svartur

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.