Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 40

Skírnir - 01.04.1913, Page 40
136 Yms atriði úr lífinu i Keykjavík fyrir 40 árum. um þöngulhaus, og svona gekk það á víxl, þangaðtil ann- ar hvor þöngullinn brast í sundur; þá var tekinn nýr. Oft varð mikill ágreiningur út úr þessum leik, einkum út af því, að þönglinum væri haldið á huldu, þ. e. laust við steininn, því þá var erfiðara að lemja hann í sundur. Voru þá oft leiddir dómendur að, til þess að skera úr málinu, og oftar urðu áflog út úr því. Það þótti ágætt ráð að eldbera þöngulinn, til að herða hann, og var eng- inn sá drengur talinn maður með mönnum, sem eigi bæri í handarkrika sínum þykkan, eldborinn þöngul og byði hinum með miklum rembingi að leggja til þardaga. Þeir sem áttu sterkustu og seigustu bardagavopnin voru mjög öfundaðir. Og það var almenn sorg (og á hina hliðina gleði) þegar einhver slíkur kappi hneig í valinn við mik- inn orðstír. Báðir þessir nefndu leikir eru að minni vitund nú gersamlega horfnir úr sögunni. A sumrin voru aðalleik- irnir »klinkspil« og »boltaleikur«. Klinkspilið var upp á hnappa, og gengu því drengir með vasana fulla af hnöpp- um og tölum. Nauðsynlegt var að eiga spilahnappinn; hann var kúptur og fótlaus; með honum var klinkað. Tölurnar, svo margar sem drengjunum kom saman um að spila um, voru látnar á einn stað á götunni, annaðhvort í eina hrúgu, eða þá, og það var oftar, dreift út með dá- litlu millibili. Spilarinn gekk síðan fast upp að húsinu og sló spilahnapnum í það. Ef hann nú lenti svo nærri hnapp eða hrúgu, að hægt vár að ná til með spönn, þá vann spilarinn þá hnappa, sem hann gat náð til, og væru þeir í einni hrúgu, átti hann hana alla, ef hann gat spann- að einn hnappinn; en spannað var þannig, að þumalfing- ur var lagður á spilahnapp miðjan, og baugfingur, eða litlifingur á tölurnar, eftir þvi hver fingurinn náði lengra. Svo var þetta spil leikið með miklum ákafa, að eg þekti dæmi til. að drengir skáru upp i greipina milli þumal og vísifingurs, til þess að hafa lengri spönn. Lipurðin við þetta spil var fólgin í því, að »klinka« spilahnappnum svo, að hann kæmist sem næst lmappabreiðunni eða hrúg-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.