Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 42

Skírnir - 01.04.1913, Page 42
"138 Ýms atriði úr lifinu i Reykjavík fyrir 40 árum. -sem tíðkuðu laugagöngur, heldur líka fullorðnir menn, og höfðu þá oft rommflösku í vasanum. Að laugun aflok- inni löbbuðu þeir þá upp að þvottalaugunum. Þar var nóg heitt vatn að fá, og sykur var líka auðfenginn. Var því oft mjög glatt á hjalla við þvottalaugarnar. Þar var heldur eigi neitt hús þá. A jónsmessunótt var sjálfsagt »general-fylliríc inni í laugum, og er eg hræddur um, að þá hafi þar margt fram farið, sem tíðkaðist í Jörvagleði, að sögn. Þá var meðfæddur fjandskapur milli Vestanbæinga og Austanbæinga, þ. e. þeirra, er bjuggu fyrir austan læk- inn. Háðu þeir margar og stórar orrustur, einkum á Tjörninni og Arnarhólstúni. Vtstanbæingum veitti oftast betur, einkum þegar þeir Vigfúsarkotsbræður og Hóls- bræður voru með, því þeir voru miklir kraftamenn, eink- um þeir fyrnefndu. Það var varla óhætt fyrir Austan- bæing að koma einan vestur í bæ, eða þá hins vegar, og því þekti eg t. a. m. aldrei Austurbæinn til hlítar, af því eg átti altaf heima í Vesturbænum. Eg heyri menn oft bölva forinni á götunum nú, bölva veganefnd og bæjarstjórn, — en menn hefðu átt að sjá göturnar þá, því það þori eg að fullyrða, að ekki sú lé- legasta gata í úthverfum bæjarins nú er nærri svo slæm, sem aðalgöturnar voru þá, og það venjulega. Mór er í minni jarðarför eins heldri kaupmanns í bænum rétt fyrir 1870. Það var fjölmenn líkfylgd. En þegar í Suðurgötu kom, suður hjá Brunnhúsum, riðlaðist fylgdin alveg, svo var forin mikil. Menn klifruðust yfir grindurnar beggja meg- in og út á túnin, en líkmennirnir, sem kistuna báru, urðu auðvitað að vaða elginn. Ur því eg mintist á jarðarfarir vil eg geta þess, að þá var enn alsiða að halda erfisdrykkjur. Fyrst var öll- um, sem komu í húsið áður en húskveðja hófst, gefið kaffi og framborin öll kynstur af kökum. En að jarðar- för lokinni hófst hin eiginlega erfisdrykkja, matur og púns, — mikið púns á eftir. Ekki var altaf mikill sorgarbragur í slíkum erfisdrykkjum. í einni þeirra man eg eftir að ein

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.