Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 62

Skírnir - 01.04.1913, Page 62
158 Nútíma hngmyndir nm barnseðlið. brjóstþolið og þau skilvit, sem þjóðbrautir liggja um frá umheiminum og inn í vitundina. Mikið er fengið með því. Þá má haga áreynslunni eftir þroskanum. Þó að sú þekking sem þannig má fá um eðli líkam- ans sé mjög í molum, tekur málið þó fyrst að vandast, ef mæla skal andans aflið, sem þó skiftir mestu. Af eðli þess leiðir, hvernig maðurinn er í heild sinni, heigull eða hetja, spiltur eða göfugur. Stöðugt verða menn að mynda sér dóma um andans orku sjálfra sín og annara, barna og fullorðinna; mestu skiftir þó um dóma fullorðnu mann- anna um börnin, því að þeir eru einvaldsskipanir, sem börnin verða að hlýða mótmælalaust, en súpa þó seiðið af, ef ranglega er dæmt. Einhver algengasta villa í skoðunum manna um börn- in er sú, að þau séu að eins litlir menn, smámyndir full- orðna fólksins. Ef þetta væri svo, mætti ætla börnum störf sama eðlis og þroskuðum mönnum, en minni að vöxtum. Og þetta hefir verið gert og er enn þá gert á fjölda marga vegu, börnunum til mikils ógagns. Sumar hliðar þessa mismunar liggja öllum í augum uppi. Barnið hefir minni reynslu, minni þekking, færri hugmyndir, færri orð, aðrar hneigðir, önnur viðfangsefni en hinir fullorðnu. Alt veldur þetta miklum inun. Þó koma ekki fram í því dýpstu séreinkenni barnsandans, heldur í veikri eða vantandi stefnufestu, í óþrosk- uðum skilningi, hugviti og dómgreind. At- hugum þessi atriði hvert fyrir sig. I öllum hugsunum og gerðum barna skortir stefnu- f e s t u. Barnið er hverfult og óstöðugt, dregst að hverju nýju, sem fyrir það ber, en gleymir því á næsta augna- bliki, fylgir stutta stund hverri hugsun, hverjum dutlung. I verkunum sézt þetta bezt, þegar barn á að reka eitt- hvert erindi, fara smá sendiferð. Fullorðinn maður geng- ur beina leið, rekur erindið og snýr hiklaust við. Hann sýnir stefnufestu. Barnið aftur á móti gengur í ótal krók- um, skiftir um gangstétt, horfir hugfangið á hvað sem

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.