Skírnir - 01.01.1914, Page 37
Hvað er dauðinD ?
37
arins. Verðum vér því að láta oss nægja að skýra stutt-
lega frá aðalkenningum höf.
Að undanteknum kenningum trúarbragðanna, segir höf.
eru fjórir möguleikar hugsanlegir á ástandi voru eftir
dauðann, nefnil. 1) algjör dauði, 2) framhald lífs, með
sömu vitund og í lifanda lífi, 3) framhald lífs, án nokk-
urrar tegundar af vitund, og 4) framhald lífs í alheims-
vitundinni eða með breyttri sjálfsvitund, er í rauninni sé
öll önnur en sjálfsvitund sú, er í oss býr hér á jörðu.
Um þessa fjóra hugsanlegu möguleika segir höf. enn-
fremur að hinn fyrsttaldi, algjör dauði, sé með öllu ómögu-
legur. Vér erum fangar í takmarkalausum alheimi, sem
engin hlið eru á. Innan þess alheims er alt breytingum
undir orpið. en ekkert getur þar orðið að engu. Eigi get-
ur þann hlut né þá hugmynd, er geti horfið úr alheimin-
um, horfið burt úr tíma eða rúmi. Hið minsta ódeili lík-
ama vors, hin minsta hræring tauga vorra getur eigi
fundið þann stað um eilífð, er það verði að engu i, af þvi
enginn sá staður er til, þar sem nokkur hlutur verði að
engu. En til þess að geta tortímt einhverju algerlega,
það er að segja varpað því út úr alheiminum, út í und-
irdjúp ótilveru og lífieysis, þá yrði slikur staður að vera
til. En væri hann til, í hverri mynd eða líkingu sem
væri, þá væri hann ekki ótilvera (néant). Sýnir höf. ljóst
fram á, að í rauninni sé oss jafnómögulegt að skilja al-
gerðan dauða eins og algerða ótilveru (néant) og bendir
á hve barnalegar hugmyndir vorar um lif og dauða í raun-
inni séu, því vér miðum þær allar við vort eigið líf, og
köllum alla þá hluti dauða, er lifa lífi sem er frábrugðið
voi’u lífi, enda þótt efnarannsóknir hafi leitt í ljós, að í
flesturn »dauðum« efnum búi orka, sem venjulega er
margfalt meiri en orka sú, er býr í »lifandi« líkömum
mauna eða dýra. Og ef dauðinn væri oss leið inn í ótil-
veruauðn, ætti þá fæðing vor að vera inngangur til lífs-
ins úr þeim sama heimi. Væri ekki hvorttveggja álíka
eðlilegt? spyr höf. Þá bendir hann og á, að því meiri
þroska sem mannleg skynsemi nær, því óskiljanlegri verð-