Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1914, Page 38

Skírnir - 01.01.1914, Page 38
38 Hvað er dauftinn? ur henni alger ótilvera og alger dauði. — En einu má þó ekki gleyma segir hann, og það er það sem mestu um varðar frá voru sjónarmiði, að ef alger dauði væri mögu- legur, þá gæti hann ekki verið neitt af því sem oss er unt að gera oss í hugarlund, og þar af leiðandi ekkert sem ástæða geti verið til að óttast. Þá er annar möguleikinn: framhald lífs eftir dauðann með sömu vitund og vér höfum í lifanda lífi. En hvernig er þá vitund okkar varið? Er hún fram komin af líkamlegri skynjan okkar, eða er hún framleidd af hugsanalífi, óháðu líkama vorum? Mundi líkami vor hafa meðvitund um sjálfan sig, ef vér gætum eigi hugsað, og hvernig mundi á hinn bóginn hugsanalíf vort vera, ef vér værum sviftir líkama vorum? Vér þekkjum líkami (hluti) sem engin hugsun býr í, en vér þekkjum ekki hugsanalíf án líkama. »Þó er«, segir höf. »því sem næst áreið- anlegt, að til er skynsemi án skilningarvita eða nokkurra líffæra, er framleiði hana og endurnæri, — en oss er með öllu ómögulegt að hugsa oss, að vor eigin skynsemi geti, þegar svo stendur á, haldist í sömu mynd og líkingu og vitund sú, sem nú fær lífsþrótt og megin fyrir skyn- færi vor«. Þá fer höf. mörgum orðum um, hve erfitt sé að gera sér ljósa grein fyrir, hvað það í rauninni sé þetta »ég« í oss, sem oss finst svo óbærilegt að hugsa til að verði að engu. Minnir röksemdafærsla hans á ameríska heim- spekinginn William James, sem sagði, að hver maður ætti í sér eins mörg »ég« eins og hægt væri að líta á hann frá mörgum sjónarmiðum, og finst höf. það bera vott um eigi litla þröngsýni, að oss skuli virðast alt það, sem á að ske um alla eilífð, oss óviðkomandi, nema að svo miklu leyti sem vér getum mælt það á stiku okkar jarð- nesku einstaklingsvitundar, svo ófullkomin og óáreiðan- leg sem hún þó tíðum sé. Höf. finst því mikið til um þann misskilning á vorri eigin vitund, er liggi til grund- vallar fyrir ósk vorri um að fá að halda henni óbreyttri eftir dauðann. Þessi ógnar lítilsiglda einstaklingsvitund, segir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.