Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1914, Page 41

Skírnir - 01.01.1914, Page 41
Hvað er dauðinn? 41 anir þeirra séu bygðar á tilfinningum en ekki á rökréttri hugsun. Þeir halda því sem sé fram, að kenning sín um það, að sálin göfgist og þroskist á því að lifa upp aftur og aftur hér á jörðu, og það þvi fyr, sem hún gerir sér meira far um það, sé hin eina trúarkenning, er fullnægi til hlítar réttlætistilfinning vorri. Að því leyti viðurkennir höf. að þeir hafi rétt að mæla, og þykir honum þessi framþróunarkenning þeirra í andans heimi bera langt af kenning kristinnar kirkju um eilífa sælu og eilífa útskúfun. Margir vísindamenn hafa þótst geta fundið sálnaflakk- inu rök með dáleiðslu. Meðal þeirra er franskur maður, de Eochas ofursti. Honum hefir tekist að gera ýmsar stór- merkilegar tilraunir á ungri stúlku, 18 ára, Jósefínu að nafni. Hún hefir í dáleiðslu rakið allan lífsferil sinn aftur á bak, unz hún var orðin að fóstri í móðurlífi og gat ekki lengur svarað spurningum hans öðruvísi en með lítilfjör- legum hreyfingum. Þá jók Kochas svefn hennar enn, og alt í einu svarar hún þá með óvæntri og ókennilegri rödd, er það þá gamall og geðstirður karl, er mælir fyrir munn hennar. Kveðst hann í fyrstu ekkert sjá og vera í myrkri; smám saman rætist þó úr karli, honum verður liðugra um málbeinið og segir til nafns síns, veikur kveðst hann vera og liggja í kör. Hann rekur nú allan sinn æfiferil aftur á bak. Hann hefir verið hermaður og segir margar frægð- arsögur af sjálfum sér, og á meðan lætur unga stúlkan sem hún snúi upp á yfirskegg á hermanna vísu. Karlinn segir því næst frá, að hann hafi dáið um sjötugt, og að hann hafi fundið vel, þegar hann afklæddist líkamanum, en þó hafi hann verið viðloða við skrokkinn góðan tíma. í fyrstu var hann eins og fljótandi, en smáþéttist með tímanum. Hann var í myrkri sem honum leiddist, en leið að öðru leyti vel. Loks sér hann glætu í myrkrinu, hon- um kemur til hugar að endurfæðast og hann nálgast nú konu þá, er á að verða móðir hans, þ. e. a s. móðir Jóse- fínu. Hann heldur sig nú í nánd við hana, þangað til barnið fæðist, og lykst svo smám saman inn í líkama barnsins. Þangað til barnið var 7 ára að aldri, var jafn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.