Fjölnir - 01.01.1839, Síða 25
25
komið, að ekki tjái að láta graslcMidið afskiptalaust og
rækta J)að að eíngu. Nú fiarf ekki að Iiafa mikið firir
að færa sönnur á, að bjargræöisvegum landsins, bæði til
sveíta og sjávar, gjeti farið fram; því þar í eru allirsam-
dóma, að þeím gjeti það. I hinu greínir menu á, hvurt
fjenaöinum verði so mikið fjölgað, þótt ailir starfi aö
jarðirkjunni, eíns vel og færi er á, að ávegstir hans
nægðu að tiltöiu víðlíka og áður til að framfleíta eíns
iniklu fleíra fólki, og þá þirfti til að halda honum við;
og víst er um það, að land þetta gjetur ekki, heldur enn
hvurt annað, borið ávögstu nje menn framar enn að
eínhvurju takmarki, og ofsetja má á það, eíns og hvurt
annað land; enn ekki liigg eg, að það sje nú þegar
gjört. Seígi meun, að landið fari ekki vel með fleíra
fólk eun á því sje nú, first fjöldi þess hafi ekki komist
hærra að níúngu, þá mætti, ef í það fer, seígja með
ekki öllu minna sanni, að ekki sje landiuu óhætt, þótt í
því væru þriðjúngi færri, first að fólksaflinn hefir áður
hrapað niður firir það; so að lokunum þætti það, ef til
vill, ekki gjeta borið fleíra manns, enn í því hafa verið
fæstir — sem reínslan þó aptur hrindir. jþví meír sem
fólkið eíkst, þvi meíri ávagstarpeníngs þarfnast það, til
að gjeta lifað; enn ef fjenaðurinn á að aukast, þarf þess
og við, að grasið aukist, og það verður nú að því skapi,
sem mennirnir stuðla til þess; því so mikill cr fjenaður
í iandinu, að ekki kjæmist hann af á því grasi, sem jörðin
framleíðir af sjálfri sjer, og hjer er þá aðalatriðið: að
komast eptir, hvaðajöfnuður sje (meðan ekki er
meíra sett á landið, enn nií er) tnilli grasaukn-
í n g a r i n n a r o g þ a r a f I e í ð a n d i p e n í n g s fj ö I g u n a r,
og verknaðar manna, aö því leíti sem þeírvinna
að grasaukníngunni, enn lifa af fjenaðinum.
Jað hefir híngað til verið álit flestra merkra manna,
sem nokkuð hafa skráð uin þessi efni, að heldur skorti