Fjölnir - 01.01.1839, Blaðsíða 61
01
TÖtnum, sem gánga ifir mcstallt land þeírra á vetruin,
og taka sjer farvegu hjer og þar; og leíðir af því, að
eíngjum verður ekki skipt milli bæanna, og verður J>ví
hvur að hafa það sem hann nær, bæði til beítar og
slægna, enn túnstæði eru lítil sem eingin. Jiegar sona
er nú á statt, verður þeím, sem til að minda bír á 1
hundraði úr jörðinni , ekki hamlað að afla so mikils
heiskapar úr óskiptunni, sem hann hefir dugnað til;
enn þá þikist hinn, sem aptur hefir 5 hundruð, Iiafa
af þeím oflítil not, og fer að herða sig, gjörir úr þeím
3 eður 4 bíli, og sona kjeppist hvur við annan að kljúfa
sundur hundruðin sín, ineðan alit er látið í sjálfræði,
því heldur sem allir, sem ekki nenna aö vinna, og vilja
þessvegna fara að gipta sig, gjeta komið sjer þar niður;
þeir eru þar betur afskjekktir, enn víðast annarstaðar,
°g gjeta farið að ráðlagi síuu eíns og gjeð þeírra bíður
þeím, án þess að verða líttir af nágrönnum sinum. jíað
er auðsjeð, að við þessu verða ekki skorður reístar með
öðru móti, enn að tekið væri undir skoðun, hvað mikium
fjenaði þar irði framfleítt, og gjöra so skipun á, livað
mörg gjætu orðið bílin á jörðinui — enn leggja hin niður.
Álíka er háttað búnaðinum á Eírarbakka í Árnessíslunni,
því þar er líka mikils til ofsett í, og sama verður
reíndin á alstaðar, þar sem fólkið þirpist saman að
útverunum, og eínhvur vandhæfi eru á að komast út á
sjóinn, eður fiskur sjaldhittur; því menn láta ginnast
af því, að þar sínist nokkur lífsvegur, og það heppnast
endur og sinnum að menn bjargist, þó optast fari öðru-
vísi á endanum, sera líka er von, þegar grundvöllurinn,
er so valtur, og biggíngunni fer þar eptir. Enn eínna
lakasti ókosturinn á llángárvallasíslu er örðugleíkinn
með allar kaupstaðaraðfærslurnar, og að vortíminn
fram undir slátt eíðist nægast til að komast til Vest-
mannaeía eður suður á Suðurnes, eptir hlutum útróðrar-
manuauna, eöur því sem menn þarfnast úr kaupstöðum;