Ný félagsrit - 01.01.1861, Page 113
UM SJALFSFORRÆDI.
113
sýslumafcr amtmanns, sem aptr skrifar vifekomanda rá&-
herra um gjafaplóg ef)a mjölbátafræ. Ef hart er í ári, —
og hallærisfregnir heyrast á hverju ári — þá er gengin
sama embættismanna gata: kornlaust er í kaupstaibnum og
amtmaSr skrifar, svo hjartnæmilega ab steinarnir vikna,
stjórninni um gjafa ebr lánskorn; en ekki fyllir annars
rúm: stjárnarkorniö fer í skipum kaupmannsins, sem sjálfr
sendir því minna korn, svo kornbyrgöirnar verta hinar sömu
og annars, og munrinn er sá, aö stjúrnin lánar í staö
kaupmannsins. Af þessu leiÖir hnignandi búskapr, og
hjálparleýsi ef eitthvaö kreppir aö. A tíundu og elleftu öld
vúru hvorki amtmenn ne stjúrnarráÖ a& leita til, og þú
vúru vinnubrögb manna hálfu meiri þá en nú; menn
vinna nú tvöfalt meira meö berum höndum en þá; plúgr,
sleöi, akneyti, aö aka heyi í garö, eru nú fornyröi, sem
úsigldir menn þekkja aö eins af sögum, en ekki af sjún.
Stjúrnarplúgr, sem amtmaör hefir útvegaö, sést einn í
sýslu, en hvort menn hafi fengib gjafameiö undir gjafa-
sleöa, er oss úkunnigt. Ef vér lesum Eyrbyggju, um
þúrúlf bægifút, hinn versta mann, þúrodd skattkaupanda,
aö eg ekki nefni Arnkel goöa, þá er þaö auösætt, a& þá
hefir hálfu meira verk gengib fram á jöfnum tíma og me&
jöfnu fúlki, en nú, ef bjarga þurfti heyi á skömmu bragöi
undan .regni, e&r annaÖ þvílíkt, og þaö vita menn, aÖ heils
sumars björg getr opt veriö komin undir einni eykt dags.
Menn eru í standandi vandræöum, ef koma á túnlengd
því, sem vegr yfir 12—16 fjúröúnga, og ekki getr hangiö
öörumegin á klakk. Ef draga á tré undan sjú, þá toga
þar á átta vinnumenn, í staÖ þess aö hafa til þess eitt
naut. Okkar vegameistarar upp í margar aldir eru hross-
húfrinn og sauÖarklaufin, og skiptast vegir eptir því í
þjúÖvegi og Qárgötur, eör krákustíga. Sá sem ferÖast
8