Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 4

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 4
4 hyggilegu fyriikomulagi og skipulegri og haganlegri stjórn; og þegar þessum skilyrðum hefir verið íulhiægt, þá hefir eigi brugðist, að framtaksemi, atorka, velmegun og and- leg og líkamleg framför þjóðanna hafi jafnan fylgt á eptir. „ Eptir að vjer höfum nú gjört þessar fáu athuga- semdir unr þörf vora á banka, en áður en vjer ræðum nokkuð um stofnun hans, fyrirkomulag og stjórn, viljum vjer fara nokkrum orðum um banka yfir höfuð, þeiin til leiðbeiningar, er ekkert vita áður fþvf efni; og til skýr- ingar því, hvað lrinum danska banka hafi sjer í Jagi orð- ið til falls og aptur til viðreisnar, láturn vjer fylgja stutt yfirlit yfir sögu hans. það er líklegt, að uppruni banka sje hulinn svo dimmu fornaldarinnar, að ekki sje hægt að segja hve- nær eður hvar þeir voru fyrst upprunnir eða reístir; en hinir fyrstu bankar, sem getið er í Norðurálfunni voru: í Venedig 1171, í Gcnua 1345, í Amsterdam 1609 og í Hamborg 1619. Banki er stofnun, sein hefir það ætlunarverk, að koma góðu skipulagi á peningaefni landsins, og styðja þannig og eíla iðnað og verzlun, sem er fótur undir livers lands velmegun. Bankar eru stofnaðir ýmist af hálfu liins opinbera, o : af ríkinu í heild sinni, og nefnast þá r í k i s-b a n k- a r, eður af einstökum mönnum eða fjelögum, og nefn- ast þá p r í v a t-b a n k a r. Hinir síðarnefndu eru þó í raun og veru engan- veginn privat stofnanir; því sökum þess, hve áríðandi er, að þeim sje stjórnað með kunnáttu og kostgæfni, eru

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.