Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 25

Gangleri - 01.04.1870, Blaðsíða 25
25 1616 var vetur skorpusamur, og mikið hvassviður á vest- an á jóladag um allt Norðurland. Það ár og næstu missiri gekk s«5tt er kallaðist „mikla bóla“. Ilún kom með þeim hætti að bólusjúkur maður var settur í land af ensku skipi undir Snæfells- jökli; en sóttin dreifðist brátt út og varð rnjög mannskæð; tók hún hið mannvænsta fólk allt að þrífugu. Um næstu inissiri voru unglingar fluttir af Suðurlandi til Austfjarða og goldið fje fyrir, svo sem 60—80 álnir fyrir drengi, en 40 álnir fyrir stúlkur; olli þessu skortur á ungmennum þar eystra. 1618 kom hafís um vorið; þá voru landskjálftar miklir um sumarið; í Þingeyjarþingi hrundu í cinu 4 bæir og jörð sprakk í sundur, svo trauðla varð yfir komizt. 1619 var eldur svo mikill uppi í Ileklufjalli, að hann sást af Norðurlandi í marga daga; uin mitt sum- ar kom vindur af landsuðri er gjörði mistur mik- ið; gjörði þá sandíall svo mikið í Bárðardal og vfðar, að ekki varð slegið í viku. Pá rak ís mik- inn að Norðurlandi 8. dcsember, en hvarf brátt aptur. Þaðan í frá til 1624, eru talin allgóð ár; þó kom hafís bæði vorin 1622 og 3. 1624 byrjuðu harðindin aptur; 16. nóvember kom norð- an ofsaveður með snjóhríð, svo mikið, að Hóla- kirkja hrundi öll ofan að grunni. Á Austurlandi er sagt, að yfir 40 búendur hafi snemma vetrar geng- ið frá búum sínum, en á Vestljörðum hafi verið lógað fjölda af kviklje, því veturinn hafi gengið

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.